15.4.2008 | 22:41
Það er annaðhvort allt eða ekkert
Merkilegt nokk, en það virðist alltaf vera þannig, annaðhvort ládeyða eða allt í gangi....
Aron minn, litli stúfurinn, verður 5 ára á föstudaginn og var hann í úthringingum í kvöld að bjóða til veislu. Hann náði ekki að klára þó, hann lagðist aðeins í sófann í millitíðinni og steinlá! Kannski ekki skrítið þar sem svefngöngur voru í hámarki í nótt, bæði hann og Ágúst tóku draumana sína eilítið alvarlega, Aron með hljóðum og Ágúst með flakki um húsið, ég greip hann í útidyrunum þegar hann var búinn að taka úr lás og opna... gaman að viðra sig á nærfötum einum klæða um miðja nótt!!
Ég fór í heimsókn í 2 leikskóla í dag, fyrst var foreldrakaffi í leikskólanum sem Aron er búinn að vera í síðan við fluttum, Aron bauð upp á heitt kakó og ristabrauð Svo fór ég sjálf í heimsókn í "nýja" leikskólann, en við erum búin að fá já við flutningi á leikskóla, þannig að nú verður stúfur litli loksins í göngufæri við heimilið. Hann á að byrja í júní í aðlögun þar, en fær svo að fylla upp daginn á "gamla" leikskólanum svo mamman fái unnið eitthvað Það verða mun fleiri strákar á hans aldri á deildinni svo það er meiri séns á að hann eignist leikfélaga sem hann getur hitt utan leikskólans líka, en það er mikil vöntun á því eins og er, sér í lagi þegar hann ber sig saman við eldri bræðurna. Svo er deildarstjórinn á nýja staðnum karlkyns, sem mér finnst frábært, enda ekki margar karlímyndir í kring um drenginn minn í dag.
Unglingurinn minn pantaði klippingu fyrir helgi, enda var myndataka í skólanum, hann vildi "spænska" klippingu, og fór svo að lokum að hinir vildu vera eins -og fengu.... eins og "José í el campo á Spáni". Hann Aron er búinn að glata megninu af spænskunni en hann man enn hvernig klippingu José var með Dúllur!
Ég held ég sé með hugmynd að nýrri mynd fyrir sumarið, rissaði smá á striga í gær, gef mér vonandi tíma til að penslast fljótlega, en núna ætla ég að.... vinna smá!!
KNÚS!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hæjj..gaman að heyra af þér.
Veit nú ekki hvort er verra stráksi að æða út í svefni eða þú að spóka þig á næsunum um miðja nótt.Mér finnst alltaf jafn merkilegt og dáldið findið þegar púkarnir eru að ganga í svefni....sem getur þó verið háalvarlegt.
Flott hjá honum að innleiða nýja hártýsku
Solla Guðjóns, 15.4.2008 kl. 22:56
Ég er hér!!! Var úti á msn en er búin að vera að vinna í allt kvöld, og er enn að !
Er búin að logga mig inn en ætli ég fari ekki að tygja mig enda klukkan rúmlega 02.00 ....
Knús á þig
www.zordis.com, 16.4.2008 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.