7.4.2008 | 20:37
Vaski-uppið saltað
....því uppþvottavélin mín er loksins komin í samband -Þökk sé góðum nágrönnum!
Það tók sinn tíma að fá blessunina tengda en í mínu nýja eldhúsi var ekki gert ráð fyrir uppþvottavél, ótrúlegt en satt, og það þrátt fyrir að húsið sé bara nokkurra ára gamalt. Það þurfti að skipta út rörum og krönum til að tengja, en það hafðist fyrir rest. Ég á frábæra nágranna!
Ég var illa rugluð á tíma þessa helgina, aldrei þessu vant þá græddi ég, en ég var alveg viss um að það væri helgin 12-13 apríl, svo ég græddi heila viku!! Ég lagði leið mína í Smáralindina til að kíkja á fasteignakynningu á spænskum eignum (forfallin Spánverji ), en Vetrargarðurinn var lokaður og miðar með "aðgangur bannaður" á öllum hurðum þar -Só, það er Smáralind aftur næstu helgi!
Ég þarf að fara að finna "andann" minn og byrja að mála aftur, kannski ég leiti að honum á næstu dögum. Zordisin mín er alltaf hvatning þegar ég heyri hvað hún er að gera, hún er rosa dugleg og mig langar líka!
Aron er svo krúttlegur á morgnana, hann er farinn að segja oftar en ekki; "gerðu það, má ég sofa pínu lengur" -ekki gott þó þegar þarf að mæta á skikkanlegum tíma, best ég komi þeim snemma í lúrinn í kvöld.
Knús
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góð, nú ertu búin að vinna tíma til að mála eitthvað fyrst uppvaskið er orðin history! hehehhe
Knús á þig dúlla og takk fyrir spjallið!
www.zordis.com, 7.4.2008 kl. 22:55
flott nú getur þú splæst kvöldunum í heila viku í það mála
Aron er náttúrulega bara alger krúttlingur
Solla Guðjóns, 7.4.2008 kl. 23:32
Blessi þig
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 16:25
Uppþvottavélar eru kraftaverkamaskínur - gott ef þær raða ekki bara sjálfar í sig. Til lukku með gripinn. Man hvað ég var lukkuleg þegar ég keypti mína.
Hugsaðu nú vel um fjöreggið okkar Sigga meðan við erum í burtu og taktu enga kúkalabba í viðskipti
Góða helgi, sjáumst hressar á þriðjudaginn
þín Eva
Eva (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.