Ég er hér enn

...allavega að hluta....

Afmælisgjöfin var keypt, mamma fór, Tóti kom og fór, ég skráði mig í Flamenco dans......

Furðulegir dagar og eftir situr óoppnaður pakki af Cheeriosi sem er á leiðinni héðan aftur þangað sem hans er meiri þörf. Cocoa Puffs og Siríus súkkulaði eiga þó ekki afturkvæmt eftir viðkomu hér...

Ég get ekki tekist á við fleiri kveðjustundir í bili, það er sárt að horfa á eftir þeim er eiga samastað í hjartanu.

Shakira dillar bossanum núna á fóninum, kannski ég fylgi í hennar fótspor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Engillinn minn! Já, lífið er stundum ekki alveg samkvæmt tilfinningunum en styrkir okkur til að takast á við það sem bíður. Styrkur og Ást og Vinátta og Tjáning :)

Knúsa þig á morgun! Náði því ekki áðan! En við náðum nokkrum brosum, sum í loft og önnur í gólf / Í hólf og gólf er orðatiltæki fyrir brosandi fólk eins og Afmælisbarnið Ágúst!

www.zordis.com, 25.10.2006 kl. 19:13

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Já hjartað okkar fær oft að finna fyrir því,á móti kemur að tilfinningar okkar eflast og við verðum æ betri manneskjur....En flott að fara í flamencodans.

knús.

Solla Guðjóns, 26.10.2006 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband