30.3.2008 | 21:02
Flutt í vinnuna
...eða svo til...
Ég er búin að taka smá vinnutörn undanfarið, veitir ekki af eftir að hafa verið veik í byrjun mánaðarins. Það kostar víst að lifa...
Ég fór á æðislega sýningu á föstudaginn langa í Þorlákshöfn, hún Zordis vinkona mín var þar með sýningu á þakflísum sem hún málar á. Rosalega fallegar og fór ég með eina þeirra heim.
Strákarnir voru rosa glaðir að hitta vini sína frá Spáni og léku sér úti allan daginn með þeim. Svo hlakkar mig auðvitað óhemju mikið til að sæka hana vinkonu mína heim, og styttist óðfluga í það.
Það var gaman að sjá hversu góð mæting var á sýninguna og frábært að hitta Ollasak og aðra bloggara og vini.
Spilakvöld var tekið hjá Sigga og Evu, ef ég man rétt var það helgina fyrir páska, við fengum rosa góðan mat og áttum virkilega skemmtilegt kvöld.
Skrítið annars hvað tíminn rennur saman, ég man varla hvað ég gerði í gær, og því síður í fyrradag, og að tímasetja hluti er nær ómögulegt. Ég var einmitt að spyrja bróa að því hvenær ákveðinn atburður átti sér stað, ég hélt að það hefðu verið ca 2 vikur síðan, en þá kom í ljós að það voru um 6 vikur.... Finnst svona eins og það sé verið að snuða mig um tíma -Hvert fer hann eiginlega??
Páskarnir komu og fóru, strákarnir fengu sitthvort kílóið af súkkulaði!! En ekki í einu, ég hafði keypt handa þeim sitthvort eggið sem þeir fengu á páskadag, en svo fengu þeir meira annars staðar frá sem var ekki beint vinsælt hjá móðurinni En þeir fengu svo að borða "rest" í gær.
Bíllinn minn er orðinn svo skítugur að það hálfa væri hellingur, ég er farin að halda að það sé einhver á launum við að hella drullu yfir hann, ekki það að ég sé svona löt við þrifin, ónei
Ég ætla að vinna smá í viðbót áður en dagurinn rennur sinn skeið á milli þess sem ég mundast við að koma grizlingunum í rúmið
Knús á ykkur!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir síðast Elín.
Já finnst þér ekki með eindæmum hvað tíminn líður.Hraðinn er óskaðlegur í öllu.
Þú ert ekki ein um að vera á skítugum bíl.Minn svarblái er mánast hvít/brún/yrjóttur......salltpækillinn á höfuðborgarsvæðinu fer ótrúlega illa með bílana og situr fastur utan á þeim.
Sjáumst
Solla Guðjóns, 30.3.2008 kl. 21:39
Tíminn hleypur burt, og ef maður passar ekki uppá hann þá er maður orðin gamall áður en maður veit af og búin að missa af lífinu Farðu vel með þig gæskan
Sigrún Friðriksdóttir, 30.3.2008 kl. 22:27
Það mætti halda að þið væruð að tala um hross eða rollur ..... heheeh
Notaðu tímann vel til að geta notið ávaxtanna sem þú uppskerð! Fínt að taka tarnir EN gott að taka sér hvíld á milli.
Knús á þig englastelpa!
www.zordis.com, 31.3.2008 kl. 07:48
SVAKALEGA er þetta flott flís hjá Zordisi
Svala Erlendsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:09
Sit hér og bíð í þann klukkutíma sem Selma mín er í aðlögun í dag. Get ekki neitað að ég er svolítið stressuð - er hún ánægð? - eru hin börnin að pota í hana? - getur Maja huggað hana ef hún fer að gráta? Ég hlakka ómótstæðilega mikið til að koma til ykkar í vinnuna. Það verður jafnvel á morgun ef blómarósin er ánægð í dag
Eva (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.