Helgin framundan, enn og aftur!

Jæja, enn einn dásamlegi dagurinn senn á enda Cool

Hori kallinn og vinur hans Hiti eru loks á förum, ég þurfti að fá aðstoð hennar Pensillínu til að hrekja þá á brott, en þeir standa núna í útidyrunum. Það er ansi langt síðan ég var svona lasin (komst ekki í vinnu í 2 daga), allavega í minningunni. Sem betur fer þá gleymast svona hlutir fljótt. Væri gott ef það væri þannig með alla miður góða atburði, að þeir gleymdust fljótt og vel, en það er víst ekki alltaf tilfellið. Sumir atburðir eru þess eðlis að þeir greypast í vitundina og hafa langvarandi áhrif. Ég tel víst að svoleiðis atburðir styrki mig á endanum, þó svo það sé oft erfitt á meðan er.... en djö..... væri oft gott að spóla yfir og koma sér á leiðarenda, svona fyrirfram!! Shocking

Ég fékk vesssstfirskan næturgest í vikunni, gaman að hitta vini úr fortíðinni þó svo stutt stopp hafi verið. Sum vinátta endist jafnvel ævilangt, þrátt fyrir allt; langar vegalengdir og mörg ár á milli hittinga.

Það er annasöm helgi framundan, afmælisveisla, matarboð, bíóferð og vinna svo fátt eitt sé nefnt! Það er víst engin lognmolla hér Wink Og svo mikil gleði framundan í komandi viku, bestasta vinkonan með familí er á leiðinni til landsins, VÁ hvað mig hlakkar til!!! LoL

Eigið góða föstudagsrest öllsömul, -það ætla ég að eiga!

Knús Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

hÆJJJ....Gott að þessi þokkahjú eru á tröppunum á útleið.....leiðinda pakk......

Vessssstfirskt er eðal

Ég samgleðst þér að vera að fá hana vinkonu þína til landssins.....hlakka til líka.....kannski verða þetta páskarnir sem maður hittir báðar Spánarskvísurnar.

Knús á þigog góða óða helgi.

Solla Guðjóns, 14.3.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: www.zordis.com

Já, mig er sko farið að hlakka til að koma á kaldann klakann ... fá mér grænan hlunk og hnoða snjókúlur og gera engla og vaða í atlantshafinu og name it!

Svo er Ollasak svo uppfull af allskonar skemmtilegheitum sem við látum verða af og þú kemur "skyldumæting" á listasýninguna á Þakinu sem verður á lengsta föstudegin ársins millu 14 og 18 ... tíminn hlítur að vera lengi að líða líka

www.zordis.com, 15.3.2008 kl. 18:15

3 identicon

Styttist .... í kjéddlinguna!

Daisy dúlla (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 16:54

4 Smámynd: www.zordis.com

Alveg að skella og smella ... best að fara að pakka! Flugvöllurinn er eftir ca 4 klst. og ekki arða komin ofan í tösku!

www.zordis.com, 18.3.2008 kl. 13:38

5 identicon

Úúúúú, skynda dig att packa dina grejer flicka! Hlakka til!!!

Lína pína (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 14:05

6 identicon

Gott ad veikindin eru farin frá ykkur ;) Hér eru stelpurnar búnar advera veika til skiptis, ekkert gaman!

Glad påsk min kära!!

ellen (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: Solla Guðjóns

 

GLEÐILEGA PÁSKA......

OG TAKK FYRIR SÍÐAST.

Solla Guðjóns, 23.3.2008 kl. 03:15

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Blessi þig í PáskaLjósið

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 14:04

9 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gleðilega páska

Sigrún Friðriksdóttir, 23.3.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband