8.10.2006 | 16:45
Á sandölum og ermalausum bol
...jamm, á Spáni er gott að vera.
Rosa fínn hiti hér á þessum árstíma, ekki of heitt og ekki of kallt. Reyndar þarf núna aðeins meiri klæðnað en áður á kvöldin, en ermalaus bolur getur samt alveg verið að gera sig.
Ég skellti mér í sólbað uppi á þaki áðan.... reyndar bara í smá stund, en þó!! Ég hef aldrei verið dugleg við að liggja bara og sóla mig....vil helst hafa eitthvað fyrir stafni á meðan sólin steikir.
Ég fór í 2 ljósatíma á Íslandi !!! og finn hvað það gerir manni gott að hafa smá lit í kinnum, svo ég hef hugsað mér að reyna að viðhalda pínulitlu af brúnkunni sem komin er eftir sumarið, ég vil ekki verða aftur eins hvít og ég var síðasta vetur....held ég hafi bara aldrei verið eins hvít og eftir að ég flutti í sólina.......
Ég er enn ekki búin að "jafna" mig eftir Íslandsförina, þrátt fyrir að það sé mánuður síðan ég kom til baka.... lífið er ekki enn fallið í sama farið hjá mér..... ég er ekki búin að mála eina einustu mynd síðan í Munaðarnesi, ég hef ekki einu sinni reynt! Held ástandið sé orðið frekar alvarlegt barasta.... Ég finn löngunina, en ég hef ekki framkvæmdina með mér undanfarið, og það á reyndar við um flest.
Mér finnst það hálf fúlt satt að segja, og sér í lagi þegar ég veit að það er bara að spíta í lófana og hefjast handa, en þar við situr.... á meðan maður gerir ekkert þá gerist ekkert.....
Best að taka smá "spark í rassinn" æfingu núna, það bæði ætti að styrkja lærvöðvana og skilja nokkur afreksverk eftir, hehehe.....
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það er engin afsökun svo stór að ekki sé tími til að mála. Ekki sé tími til að láta til skarar skríða. Ef það að spíta er ekki nóg þá bara að skíta í lófana .... hehe
Pásur eru líka góðar, því þá fer maður fílelfdur af stað aftur ... á ég að koma með vatnslitina!!!
Var í El Campo áðan!
www.zordis.com, 8.10.2006 kl. 17:32
Sínist á bloggunum þínum að þú hafir nú ekki alveg setið auðum höndum...veit ekki hvort er betra að skíta í lófann eða sparka í rassinn,,,af tvennu illu,,...hvorugt.Sálartetrið er bara að kvíla sig fyrir komandi átök...trúðu mér.
Solla Guðjóns, 9.10.2006 kl. 23:22
Hehe..... hvaða átök?
Vá, vatnslitir.... það er orðið ansi langt um liðið ;)
Elín Björk, 10.10.2006 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.