Helgin komin

Ég er svo sátt við tískuna þessa dagana.... get ekki dásamað hana nóg, fullt af fötum í búðum bæjarins.... ég fékk meira að segja gallabuxur á mig núna, hvítublettabuxnatískan er loksins að hverfa af yfirborðinu og "venjulegar" buxur að verða allsráðandi á ný. Fyndin þessi tíska, ég man eftir mér í þverröndóttum leggings og í stuttu pilsi fyrir svosem 18-20 árum síðan.... eða í peysum sem náðu niður fyrir rass..... finnst þessi tíska svo kúl, get ekkert að því gert Glottandi Ég man reyndar líka eftir að hafa átt rifnar snjóþvegnar gallabuxur en ég gat engan vegin fengið mig til að fíla þá tísku aftur þegar hún stóð sem hæst "hér um árið". Mér finnst aftur á móti skræpóttir eða munstraðir sokkar og leggings alveg rosa smart, og fást út um allt núna - bókstaflega..... Best að vera duglegur að birgja sig upp af fallegum fötum á meðan þau fást, reyna að velja eitthvað sem er ekki of tískubólutengt, svona til að birgja sig upp fyrir næsta fataskort..... því það er nokk víst að tískan breytist fljótt.... (hvenær skyldu risahjútsstóru axlarpúðarnir verða aftur inn? Óákveðinn).

Minnstingurinn á heimilinu fékk peysubol úr H&M, með mynd af mótorhjóli framan á, hann er sko í honum núna.... og hann er sofandi, hehe, vildi alls ekki fara úr nýja bolnum sínum..... talandi um að krókurinn beygist snemma, líkist strax stærsta bróður sínum..... en sá í miðið er alveg laus við að spá í fatnað...því miður, en ég þarf að fylgjast grannt með að hann skipti um föt, því honum er sko alveg sama þó hann sé haugdrullugur eða þess vegna í rifnum fötum, misskipt áhugasviðið hjá þeim bræðrum ha!

Í dag er merkisdagur en Zórdísin mín á brúðkaupsafmæli, þau skötuhjúin sitja núna að snæðingi á einhverju dýrindis veitingahúsinu í tilefni dagsins, til hamingju sætust!

Og ég þarf að fara í "korvstoppning" eða þannig.... ætla að lesa smá skólabækur (reyna að troða einhverju þarna inn í heilann).

Smúsettí knús**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það er unaðslegt þegar fólk klæðir sig eins og því hentar og eins og því líður best. ég man eftir þessari síðpeysutísku. Og síðan eru liðin ...... tæp 18 ár! Helgar eru góðar og mættu vera oftar, hehehehehe.

www.zordis.com, 8.10.2006 kl. 11:05

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Vona að stóru ljæotu axlapúðarnir komi aldrei aftur,á myndum frá þessum tíma er maður eins og V í laginu....Elska leggings og síðar peysur og gleðst yfir komandi tísku jíha

Solla Guðjóns, 8.10.2006 kl. 15:27

3 Smámynd: Elín Björk

Hahaha, já, það er satt þetta með V-ið......

OG helgar eru dásamlegar!!!

Elín Björk, 8.10.2006 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband