19.1.2008 | 19:04
Stuð á bæ
....eða þannig, ég var að mála.... en í þetta skiptið mjög einhæft, það er að segja einn lit - búin með 2 umferðir á loftið í svefnherberginu mínu og stefni á veggina á morgun... rosa dugleg! Markmiðið er að mála alla íbúðina, en það fær bara að taka þann tíma sem það tekur, líklegast ekki það einfaldasta að mála loftið í stofunni þar sem þar er lofthæðin allavega 3,5 metrar? Vívillsí. Ég er allavega komin með slatta af málningu heim, bæði fyrir loft og veggi, hrímhvítt í bili, sé til hvort ég kaupi einhverja glaða liti með eða hvort ég láti mér duga litaglaðar gardínur.
Ég skrapp í strigabúð í morgun, sótti mér 2 striga sem voru 60x120, er að spá í hvort það verði stærðin mín á myndum á sýningunni í sumar, á eftir að gera það upp við mig, kannski ég meira að segja byrji á einhverri myndinni þessa helgina?
Ég og Aron erum alein í kotinu í augnablikinu, Anton er hjá daddíinum sínum og Ágúst hjá "álímdum" vini í nágrenninu. Næsípæsí
Knús á alla, konur og kalla
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það gæti orðið flókið fyrir þig að mála þetta loft...........ættir þú ekki að krækja þér í voða langan kall og huga svo að þessu lofti.
Duglegu knús á þig.
Solla Guðjóns, 20.1.2008 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.