Bloggleti

Enda svosem ekki frá mörgu að segja nema ég tali um vinnuna Wink

Við strákarnir vorum að rifja upp í gær hvernig þeir sögðu ýmsa hluti þegar þeir voru yngri.... td sagði Anton alltaf "karpöllur", Ágúst vildi gjarnan "drilla" matinn og svo voru "snjörnur" á himninum hans Arons. Ágúst kallaði á hann Hjört "Kjörtur" í mörg ár, Aron "hlólaði" á hjólin sínu osfrv. Gaman að þessu Smile  

Ég keypti um daginn ferð fyrir mig og strákana "heim" til Spánar í sumar, við ætlum að leika okkur þar í 3 vikur, ohhh hvað ég/okkur hlakkar til! Í leiðinni ætla ég að nota tækifærið og sækja allavega eitt hjól sem strákarnir eiga og ég gleymdi þar í flutningunum.

Margrét systir átti strák þann 14 janúar, ég þarf að drífa mig að kíkja á prinsinn, en ætla samt að fresta því aðeins þar sem ég er með vott af pest sem ég vil síður velta yfir á ungabarn Blush
Og svo á Freyja systir von á sér eftir 2-3 vikur.... brjálað stuð í barneignum! W00t

Ég held ég geri mér ferð í einhverja strigabúðina þessa helgina.... þarf að velja stærð á strigum fyrir samsýninguna í sumar.... ekki seinna vænna en að maður mundist með pensilinn... en það er ekki búið að gerast mikið í þeim efnum undanfarið.... og þó, ég bjargaði nokkrum penslum frá því að lenda í tunnunni um daginn.... var orðin heldur hörð málningin í þeim Wink

Javoll, farin að vinna meira!
Knús og aftur knús! Kissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Jæja, dúllan mín!  Loksins lífsmark með þér  hér á blogginu!  Veit að þú ert að vinna mikið, elska mikið og safna orku til að takast á við næstu ummönnunarlotu í vinnu og börnum.

Knús á þig elskan mín ....

www.zordis.com, 18.1.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 19.1.2008 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband