30.12.2007 | 17:46
Árið senn á enda
Skrítið en þó ekki, tíminn flýgur alltaf áfram.
Líðandi ár er búið að vera ótrúlega viðburðarríkt hjá okkur, margar stórar breytingar. Á sama tíma fyrir ári síðan hefði mig aldrei grunað að staðan mín í dag yrði eins og hún er núna. Allt er breytt.
Jólin okkar voru notaleg, við fengum gesti á aðfangadag og á jóladag, bara huggulegt. Strákarnir fengu marga fína pakka og nota bene, ég líka! Hef líklega ekki fengið svona marga pakka í mörg ár Takk fyrir okkur!
Strákarnir fóru svo til pabba síns á annan í jólum og síðan þá er ég búin að leika lausum hala -Spilakvöld hjá brósa, bíóferð, matarboð og fleira skemmtilegt ásamt vinnunni auðvitað. Í dag fékk ég svo Anton lánaðann til að skipta út gjöfum sem þeir fengu tvær eins af. Eitthvað hef ég dúllast með penslana, og svo gripið í bók. Dúllurnar mínar koma svo heim á nýju ári og þá byrjar rútínan á ný.
Á morgun ætla ég að hreinsa til fyrir nýju ári heima hjá mér.... en mig langar að.... gera svo margt á komandi ári....
*Knúsmús*
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það getur verið gaman að leika lausum hala ... Njóttu tímans og lífsins sem er svo oooooo dýrmætt!
Ég er búin að vera að mála í allan dag og ..... Olía, já Olía var það heillin .... Sendi þér sýnishorn af Aldísi og græna kettinum, later!
www.zordis.com, 30.12.2007 kl. 21:53
Já miklar breytingar hjá okkur systkinunum á árinu :-) Verðum að halda fleiri svona spilakvöld. Kveðja, -SS
Brósi (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 23:50
Já, skoho til í fleiri spilakvöld!!
Systa (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:55
Gleðilegt nýár elsku kellan nýttu það í botn.
Yakk fyrir jólakveðjuna.Gaman að fá svona eiginhandaráritanir.Knúsaðu gormana þína.
Solla Guðjóns, 2.1.2008 kl. 19:50
Gleðilegt nýtt ár ( og penslaár) Takk fyrir kveðjuna, yndisleg myndin.
Lísa (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 02:03
gott verður árið þegar maður ákveður það, og það verður það hjá þér.
ég ætla líka að hafa gott ár. alveg ákveðin !
AlheimsLjós til þín kæra kona
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.