Frí frí frí, letifrí...

Já, nú er mín búin að vera í algjöru letifríi, og ekki búin enn.....

Reyndar þurfti ég að vakna í morgun til að fara með börnin í skólann, og til viðbótar er ég búin að fara 3svar til viðbótar í skólann í dag, hehe, það er svo gaman í skólanum.....
Strákarnir komu nebbla allir heim í hádeginu, þannig að þá þarf að sækja og skila þeim aftur og svo sækja enn á ný...... Aron var reyndar ekki par hrifinn af því að fara aftur og var tekinn smá grátur á kveðjustund, en það varði víst ekki lengi.

Núna sitja 4 strákar í eldhúsinu og gera heimaverkefnin sín, það kom einn vinur með að læra Glottandi og að sjálfsögðu vildi Aron líka fá að gera heimanám, eins og eldri strákarnir.....

Ég þarf reyndar að gera einn hlut í dag og það er að lokka karlinn minn til að skipta um ljós í svefnherberginu, en gamla ljósið er úrelt og ljótt inn í nýmálað herbergið, þarf að hugsa upp eitthvað sniðugt til að fá hann í verkið....Glottandi -ég er víst ekki vel að mér þegar kemur að því að tengja rafmagn....hehehehee....

Þrátt fyrir það að ég hafi verið komin með yfirdrifið nóg af því að mála mitt herbergi þá langar mig núna að mála alla íbúðina, reyndar ætla ég að halda mig á mottunni í smá stund, það eru nokkur verkefni sem ég vil klára fyrst, en ég ætla að fara að hugsa út litina bráðlega fyrir hina veggina....
Það verða þó ekki dökkir litir hvað sem hverju líður þar sem ég NENNI EKKI að mála 4 umferðir aftur á hvern vegg Öskrandi

Jamm og jæja, ætla að tékka á stöðunni á heimanáminu, knús smús**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Tíminn lídur alveg ótrúlega hratt ...... verkefni koma og fara, um ad gera ad njóta hvors annars í stad zess ad vera tengja rafmagn .... nota hinn andlega blossa ;)

www.zordis.com, 2.10.2006 kl. 18:22

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Var að skoða myndirnar frá fiestunni,ofaflottir og litskrúðugir búningar,hefði sko alveg viljað vera þarna,svona nokk gleður augað og lyfti sálinni.

Flottir strákar sem þú átt,,,...eigðu svo gott frí.

Solla Guðjóns, 2.10.2006 kl. 21:15

3 Smámynd: www.zordis.com

Hva, þú ert komin úr fríi, er ekki tími kominn á að setja inn einhverj ómó sögu!

jóla hvað?

www.zordis.com, 6.10.2006 kl. 17:17

4 Smámynd: Elín Björk

hehe, já, veit ég er komin úr fríi.... ómó sögu segirðu?

Elín Björk, 6.10.2006 kl. 19:15

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Bara að kíkja.

Knúsí

Solla Guðjóns, 6.10.2006 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband