Með eyrun full af vatni...

...hárið blautt og risjótt og fötin blaut í gegn....
Lýsing á sjálfri mér fyrir nokkrum tímum síðan.... er ég skrapp í matvöruverslun eftir vinnu. Það var úrhelli og rokið feykti mér næstum framhjá innganginum á versluninni. W00t

Ég verslaði mér sælgæti og meira sælgæti, jólin eru jú á næsta leiti og þá þarf að eiga birgðir. Ég fer svo aðra ferð þegar ég hef gert mér grein fyrir hvaða sælgæti vantar Wink Já og svo þarf að spá í hvað á að borða.... jummy Tounge Mér finnst alltaf jólin vera tími til að borða, lesa, slaka á og kannski mála. Einhverra hluta vegna sé ég svo alltaf fyrir mér hvíta ullarsokka og röndótt ljós náttföt þegar ég myndgeri kósíheitin mín um jól.... kannski það sé lag að fjárfesta í svoleiðis útbúnaði LoL 

Helgin var svaka fín, brósi -el chefe, flottur á því og bauð okkur út að borða, og áttum við frábæra kvöldstund með þeim og gómsætum mat á laugardagskvöldinu. -Ég borðaði auðvitað þar til ég stóð á blístri -eins og oft áður svo þyngdarpunkturinn minn færðist víst eilítið framávið Wink Spurning hvar hann verður staðsettur eftir hátíðarnar?

Natti natti allihopa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Fyrirsögnin fékk mig til að halda að hér væri draumafrásögn á ferð en sem betur fer var nú svo ekki .... "var nú svo ekki" þvílík orðasamsetning hjá mér ......

Gaman að eiga góða að og ég skil vel að þú sért ánægð með jefann þinn  Vona að það fari nú að snjóa eða eitthvað kósý jóla trummserý!

www.zordis.com, 18.12.2007 kl. 07:56

2 identicon

Núna er fallegt veður, lognið á eftir storminum. Ullarsokkar og röndótt náttföt og ég fæ kósíkast.

Lísa (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 14:13

3 Smámynd: www.zordis.com

kósíkast er sætt!

www.zordis.com, 20.12.2007 kl. 00:24

4 identicon

Hafdu thad sem best yfir jólin vinkona og kysstu strákana thína frá okkur!

//Ellen & co

ellen (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 08:58

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

 Lokaorð mín til þín á þessu ári kæri bloggvinur eru frá Nelson Mandela sem setur sig yfir eigin þarfir og hugsar sig sem heildina. Boðskapur inn í hið nýja ár sem á erindi til okkar allra.

Steina

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.

Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.

Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.
Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.
 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.12.2007 kl. 12:58

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Héllt svo sannarlega að ég væri búin að kommenta hér enda löngu búin að les'etta........

Gleðileg jól til þín og þinna elskling og hafðu það gott um jólin.

Solla Guðjóns, 24.12.2007 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband