12.12.2007 | 21:44
Sætir litlir sigrar
Dagurinn minn er búinn að vera með eindæmum æðislegur, hver smásigurinn á fætur öðrum
Dálítið skrítið eiginlega, mér finnst frekar furðulegt hvað ég hef oft þurft að verja minn rétt síðustu mánuði.... en með því að standa á mínu (og því sem er lagalega rétt) hef ég öðlast meiri styrk, svo það má eiginlega segja að þetta hafi gert mér gott Stundum hefur það verið töff og ég við það að gefa eftir eða gugna, en ég á sem betur fer góða að sem hafa aðstoðað mig og bent mér á.
Ég er byrjuð á jóla jóla, búin að versla hátt í helming af gjöfunum.... gæti jafnvel klárað á morgun... og þá er bara næsípæsí tími framundan. Djamm alla helgina og gegt stuð!!!
Javoll, farin að henda grizlingunum í kúrinn.... sveinki er á leiðinni!
Kram!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það munar svo miklu að ná þeim inn, þ.e. sigrunum! Ég er sko stollt af þér því leiðin að þeim er stundum erfið andlegt og líkamlegt puð en rétt skal vera rétt.
knús á þig sæta spæta ... svo er bara að fara að skreyta höllina ... "jólatré"
www.zordis.com, 12.12.2007 kl. 21:53
Sá myndirnar þínar um daginn - æðislegar. Hef aldrei séð þig en var voða stolt og montin :) Til lukku með þetta.
Frábært, fullt af smásigrum gerir einn strórann
Lísa (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:51
Umm Íslenska kerfið er ekkert að rétta neitt að manni óumbeðið og alls ekki tilkynna manni rétt sinn.....
Jóla-jóla og gegt djammknús
Solla Guðjóns, 14.12.2007 kl. 01:19
Takk stelpur, það borgar sig að fylgja sannfæringunni -allavega svona oftast
Knúsímús
Elín (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:56
www.zordis.com, 17.12.2007 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.