10.12.2007 | 21:01
Búin!!!
Loksins búin, mikill léttir á þessum bæ. Einu verkefninu færra í staflanum góða. Ekkert heimanám í allavega einhvern tíma.
Næst á döfinni eru jólagjafirnar og tiltekt á heimilinu.... veitir víst ekki af eins og staðan er í dag
Jólagjafirnar verða ísí písí þetta árið, er held ég með allt á hreinu hvað ég ætla að versla. Anton er búinn að bjóða fram pössun á meðan ég bregð mér af bæ í innkaupaleiðangurinn
Rokið lemur á gluggann hjá mér, í kvöld er kósý að vera heima, strákarnir keppast við að teikna Óla Prik. Ég ætla að setjast og klára jólakortaskrifin í vikunni, strákarnir eru búnir að setja mark sitt á jólakortin nú þegar.
Knús á línuna
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Úff já er ekki gott að vera innan dyra núna....þvílíkt veður sussususs.
Svo er bara jóla-óla-prik framundan.
Knús sæta.
Solla Guðjóns, 11.12.2007 kl. 00:17
jóla hvað ?
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 09:06
Hvar ertu***
Oní bæ að kaupa gjafir ... alla malla og allar mínar mjóu tær!
Knús á þig dúllan mín eða á ég að segja úllen dúllen doff ...
koss í kross!
www.zordis.com, 11.12.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.