24.9.2006 | 21:10
Í rósrauðum bjarma....
...sit ég og bíð þess að sá yngsti sofni. Kláraði loksins að mála svefnherbergið mitt í kvöld og kveikti á nýja gólflampanum mínum, ekkert smá kúl birtan sem ég fæ hér inni hjá mér! Bara gaman þegar verkefnin klárast og maður getur einbeitt sér að öðrum hlutum, sér í lagi þegar af nógu er að taka!
Ég á góðan lager af strigum sem ég verslaði fyrir Íslandsför mína er bíða þess að verða skreyttir dýrindis listastrokum olíulitanna, ég er farin að hugsa mér gott til glóðarinnar í komandi fríi
Ég fór ekki út úr húsi í dag þrátt fyrir blíðviðri, á milli þess sem ég penslaði veggi tók ég mig til og kafaði í skápa og skúffur, strákarnir fóru 2 ferðir út í ruslagám með afraksturinn af því sem ég týndi þar út fyrir utan allt það sem ég ætla að bjóða til endurnýtingar, en það fer í annarri ferð á morgun. Ekkert smá hvað maður sankar að sér, það er alveg ótrúlegt!! Elsti sonurinn tók sig líka til og henti og henti, sem betur fer hefur hann það í sér að taka almennilega til annað slagið, sá í miðið er bara að krafsa á yfirborðinu og sá yngsti draslar bara til!! Ég er alltaf að reyna að segja þeim að þeir eigi að kenna honum tiltektarlistina, þá væri lífið mun einfaldara.....því mun fleiri sem taka til hendinni þeim mun minna á mann, ha! - og þar af leiðandi meiri tími til skemmtilegri hluta...
Jamm, en nú er stúfur að detta út af, best að nota sénsinn og stökkva í sturtu, ekki veitir af að skola af sér málningarsletturnar!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Dugnadur Total hjá zér! Litlir stúfar eru oft til vandraeda vid tiltekt en zad smá kemur! sJÁUMST EFTIR SMÁ!!!
www.zordis.com, 25.9.2006 kl. 05:52
Rosa rómó hjá þér.Dótarí er eitthvað sem virðist vaxa og dafna með manni,eh svo dettur manni í hug að fara í megrun eh eða þannig..
Solla Guðjóns, 25.9.2006 kl. 10:04
Já það er sko gazalega huggó í herberginu núna....fyrir utan drazlið ;)
Ég hef þá losað mig við nokkur kíló núna, en betur má ef duga skal, hehehe.....
Elín Björk, 25.9.2006 kl. 20:42
hættu að lesa keðjubréf og koddu höllinni í samt lag! Orkan er góð og öflug! Ég las í vikunni að kona þarf að öskra í 8 mánuði x marga daga og álíka í klukkustundum til að framleiða orku í að hella upp á einn kaffibolla! Skondið og kemur þessu bara ekkert við! :)
www.zordis.com, 26.9.2006 kl. 17:22
Hehehe, ætli ég notist ekki frekar við rafmagnið.....það væri nú annars dýrmætur kaffisopinn, á kostnað raddarinnar ha! Smús til þín, og takk fyrir að hlusta á röflið í mér!
Elín Björk, 26.9.2006 kl. 17:32
Ekkert eins skemmtilegt og röflandi vinir! By the way miss G.Hansen sendir kvedjur til zín!
Gott frí!
www.zordis.com, 27.9.2006 kl. 22:31
Fyndið,1.kaffibolli=kolvitlaus kjellling í 8.mánuði +....
Solla Guðjóns, 28.9.2006 kl. 09:02
Hvernig virkar svo raudi liturinn?
www.zordis.com, 1.10.2006 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.