Meiri meiri meiri skemmtun

hér í bænum San Miguel, hefur staðið yfir í viku nú þegar og allavega vika eftir.......
Fórum að sjá Sergio Dalma (vonandi rétt ritað) í gærkvöldi, rosa fjör, sér í lagi hjá strákunum sem hlupu fótboltavöllin þveran og endilangan eins og kálfar sem eru nýsloppnir úr fjósinu...(hér ýja ég að skrifum Zordisar og Ollasak nú í dag).....við undirleik ráma sykurpopparans....
Í hádeginu tóku eldri gaurarnir þátt í hjólakeppni um bæinn, lentu ekki í fyrsta sæti en þó í ágætu sæti og fengu gos og snakk á leiðarenda.
Í kvöld var svo "skrúðganga" þar sem bæjarbúar skrautbjuggust í hinum ýmsu búningum, Zorro var á ferð ásamt feitlögnum ballerínum, Brasilískar dansmeyjar og fleiri við dúndrandi diskómúsik og aðra tóna. Við létum okkur ekki vanta, fylgdumst með hersingunni dansa fram hjá og eltum svo upp á kirkjutorg þar sem var brjálað stuð (og er enn - heyrist langar leiðir). Reyndar stöldruðum við ekki lengi þar, bara nógu lengi til að gæða okkur á "churros" (djúpsteiktir "brauðsnúningar" með sykri) og sprengja nokkrar "apasprengjur". Svo héldum við heim á leið og ég smellti einni umferð af rauðu á einn svefnherbergisvegg hjá mér, svona svo það verði möguleiki á að ég klári að mála á morgun, er orðin leið á að mála veggi.....

Ég er á leið í háttinn, ætla að nýta daginn vel á morgun, alltaf nóg að gera í San Miguel Svalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Zsd vantar ekki fjör í baeinn okkar, sei sei! Vid létum okkur vanta á skrúdgönguna, nágrannar mínir skemmtanaglödu tóku zátt í henni og voru ad vökva tetrid ásamt zví ad grímubúast! Vid héldum okkur innivid, snaeddum, mín rissadi og svo var haldid í háttinn! Gódur og látlaus dagur :)

www.zordis.com, 24.9.2006 kl. 08:06

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Stanslaust líf og fjör,skál fyrir því...

Solla Guðjóns, 24.9.2006 kl. 15:39

3 Smámynd: Elín Björk

Skál í botn! Já, það er gaman að búa í San Miguel!!

Elín Björk, 24.9.2006 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband