22.9.2006 | 20:52
Jahérnahér
eða hvað?
Föstudagskvöld, klukkan er að verða ellefu hjá mér, það er hlýtt úti, tónleikar í bakgarðinum að hefjast með þjóðþekktum poppara. -Jú, hér er líka dýrðlingadýrkun, San Miguel er dýrkaður jafnt hjá mér sem Zórdísinni, enda búsettar svo til hlið við hlið...tja, allavega bara nokkrir metrar eða svo á milli.
Ég gerði heiðarlega tilraun að fara að sjá rokkband hér í bakgarðinum í gærkvöldi, en við vorum ekki búin að vera margar mínútur á leikvanginum þegar tveir af þremur minna drengja voru búnir að slasa sig í efri vörunum, já þeir eru í stíl, og var stefnan sett á bráðamóttökuna til að líma fyrir göt á húð.
Hef ekki málað eina einustu mynd síðan í lok ágúst, hef ekki einu sinni skissað, rissað eða pissað á striga....... en bót í máli er að ég er búin að vera að mála veggi, allt í stíl við ollasak, hehehe, rautt skal það vera, i mitt sovrum tack.....
Mér er ekki til setunnar boðið, partýið fer að byrja, best að fara með partýdýrin út úr húsi svo þau geti fengið neðrivarir í stíl við þær efri
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já zad var fjör hjá okkur í gaer! Mér finst samt fyrri grúppan betri. Sergio var nú samt ofsakrúttadur og ég kunni mörg laganna hans zó ekki öll! Gaman ad sjá hvad allir skemmtu sér vel í gaer! Baedi börn sem fullordnir!
www.zordis.com, 23.9.2006 kl. 09:09
Hahæ.Strákur eru strákar.Flott hjá þeim að klára dæmið saman,ekkert gaman að vera fastagestur á SLYSÓ þekki það dæmi mörgum of.
O svo gaman þegar maður er búin að mála.
Knúsulús.
Solla Guðjóns, 23.9.2006 kl. 10:20
Flottur síðuhaus.
Solla Guðjóns, 23.9.2006 kl. 10:27
Hehehe, já gaman í gær, og gaman í dag..... ég kannaðist nú við einhver laganna.....
Jamm, ég á sniðuga stráka, en þeir slepptu því að slasa sig í gær...og í dag, jibbýjeij.....
Ég er EKKI búin að mála, get bara málað í mestalagi 2 veggi í einu (vegna rúms og annars drasls í herberginu) og ég þarf að fara 4 UMFERÐIR á helv... veggina, hef aldrei lent í öðru eins, en ég hef kannski aldrei heldur málað svona dökkt áður? - JÚ VÍST, ég hef málað dökkmosagrænt, en ég hef aldrei þurft að mála 4 umferðir, 3 umferðir hefur hingað til dugað sem svakalegamörgumsinnum en nú hefur bæst í sinnumin...á eftir 2 umferðir á EINN VEGG, sem ég ætla að klára á morgun....pjúff...
Elín Björk, 23.9.2006 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.