13.11.2007 | 10:44
Var að koma úr bankanum
þar sem ég hengdi upp 2 myndir, þessar hér:
Kvöldroði, 50x50 cm, olía á striga.
Blámann, 50x50 cm, olía á striga.
Þarf að kíkja aftur í dagsbirtu og sjá hvernig þær koma út, en þær eru í sértilgerðum sýningarglugga í KB banka við Hlemm.
Gaman að þessu, nú þarf ég bara að fara að myndast við að munda pensilinn á ný
Knús smús!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:48 | Facebook
Athugasemdir
Spennandi hjá þér gullið mitt! Eitt lítið skref sem er upphafið af svo miklu.
Til lukku með sjálfa þig!
www.zordis.com, 13.11.2007 kl. 16:48
Vá, frábært með myndirnar þínar. Veistu, ég held að þetta sé bara nokkuð stórt skref til að kynna litafólk. Mér finnst þessi sýningargluggi æðislegur og tek oft eftir áhugaverðum listamönnum sem mig langar að vita meira um - eru ekki allar upplýsingar um þig aðgengilegar, t.d, bjorkin.com. Ég ætla sko að kíkja.
Lísa (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.