12.11.2007 | 17:39
Mamma er dagur?
Spurning sem ég fæ æði oft þessa dagana... tvisvar í dag, fyrst í morgun og svo núna aftur.... það er auðvitað óskiljanlegt að það geti verið dagur þegar úti er svart!
Við familían fórum aftur á skauta um helgina, Aron bara brattur og fór ótal hringi með "göngugrindina" eða hjálparskautagrindina - alveg sjálfur... óhræddur drengurinn! Móðirin er líka öll að koma til í skautalistinni, og búin að rifja aðeins upp - en Anton og Ágúst eru auðvitað "natural born" skautarar hehe... Ég set svo inn myndir ef einhverjar flottar eru í vélinni.... síðar!
Best að henda sér í smá þýðingar svo enn eitt skilaverkefnið komist á leiðarenda.... styttist í jólafrí í skólanum... mmmm það verður næs!
Knúsísmúsí
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Frábært hjá ykkur að skauta saman. SkólaknÚs
Lísa (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 18:40
Er það nema von að litli kútur spyrji .... En knúsýknús á ykkur öll skautafólk! Frábært hjá ykkur að fara að skauta og leika ykkur ......
www.zordis.com, 12.11.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.