15.9.2006 | 19:58
Stundum þarf svo lítið
.....til að gleðja mann.......
Ég fékk tölvupóst sendann áðan sem gladdi mig ósegjanlega, frá vinkonu sem ég hef ekki séð í rúm 10 ár. Hún er að plana heimsókn til mín í hitann, reyndar ekki á næstunni þar sem hún er nýverið búin að eignast lítið kríli...... númer 2...... margt sem gerist á mörgum árum..... Það væri yndislegt að fá að hitta hana stundarkorn.....
Ég er óvenju yfirveguð í kvöld, ég er með ró í hjartanu, nokkuð sem mig hefur vantað undanfarið. Ég ætla að koma drengjunum í háttinn og draga upp penslana mína, koma mér í gírinn þó ég vænti ekki stórafreka í kvöld eftir svona málningarpásu.
Strákarnir hlægja hástöfum, þeir eru að leika sér með matinn, gæsin er gripin á meðan mamma er ekki að horfa á. Ég ætla að gera það sem gera þarf, þrífa eldhúsborðið og andlitið á strákunum og koma þeim niður, nenni ekki að skammast í þeim í kvöld fyrir að gera það sem þeir vita að ekki má....
Friður sé með yður**
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hin sanna gledi kemur frá sálinni og er svo dýrmaet! Vertu dugleg elskan mín og zad er jafnan hollt ad finna fridinn. Gódur félagi sem hann er!
www.zordis.com, 16.9.2006 kl. 07:14
Fullkomlega eðlilegir drengir greynilega,,,maður þarf hvort sem er að þrífa borðið og börnin.
Solla Guðjóns, 16.9.2006 kl. 23:55
Er ekki nein dúrðlingadírkun hjá þér eins og Þórdísi?? Eða þarft þú að tala við hreppsnefndina eins og ég til þessa að fá fjör í bæinn þinn????
Knús.
Solla Guðjóns, 18.9.2006 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.