ómæ

...var að fatta að jólin eru á næsta leiti.....

Hvað á að gefa? Hverjum á að gefa? Blush

Það var doltið jólalegt í dag þegar ég vaknaði, vantaði bara seríurnar í gluggana. Annars verð ég að viðurkenna að mig langaði mest að leggjast í dvala fram á vor Joyful Mér finnst bara kallt!

Miðar hægt en miðar þó, að koma sér fyrir, mætti samt ganga eilítið hraðar að fela allt draslið Wink -en svona eretta víst bara, góðir hlutir gerast hægt.

Aron var að sjá snjóinn í fyrsta sinn, var búinn að hlakka mikið til, eftir að heyra lýsingarnar frá eldri bræðrunum. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum og er búinn að verja stærri hluta dags útivið, fyrst í leikskólanum og svo hér heima, þurfti svo til að draga hann inn til að borða.

En mér er ekki til setunnar boðið, ég er að fara í ímyndað 5 daga ferðalag til Mexico, en það er skilaverkefni vikunnar í spænskunáminu, væri sko alveg til í raunverulega ferð í staðin!

Skjálftaknús Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Snjórinn heillar ungviðið og migNjóttu ímyndunar aflsins

Solla Guðjóns, 29.10.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: www.zordis.com

Jemundur og Valdemar eru góðir ferðafélagar!

Þú ferð sko létt með þetta chica!

Ég var að senda frá mér eitt stórt verkefni og nú er kominn tími á smá lús, held það.  Risahjúts stór dagur á morgun!

Jólahvað!  Er ekki bara mynd fyrir mynd

www.zordis.com, 30.10.2007 kl. 00:21

3 identicon

Snjórinn heillar ungviðið, Sollu og mig

Svo kósí þegar krílin koma inn með eplakinnar, bros út að eyrum og hor í nös - ekkert smá sem sofið er vel eftir svona dag :)

Gangi þér vel í Mexico   

Lísa (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband