Pirripirripirrrrrr

Var að kíkja á fjarnámið mitt, er búin að fá meil frá kennaranum.....lítur út fyrir að bókalistinn sem ég fékk afhentann og verslaði samkvæmt hafi verið úreltur!! Gilti fyrir árið í fyrra!! Sem þýðir það að ég þarf að verða mér úti um nýjar bækur. Öskrandi Og get ekki skilað þeim sem ég er búin að kaupa vegna þeirrar einföldu staðreyndar að ég er ekki stödd á Íslandi....

En bót í máli, það er víst bara hluti bókanna, skilst mér allavega....... og ég sem var búin að lesa eina heila bók af þeim sem ég keypti!!! Spurning um að draga skólann fyrir dómstóla fyrir tímastuld?

Jamm já, sonna eretta......

Ég er búin að vera að velta því fyrir mér undanfarið að fara að mála svefnherbergið mitt í lit.... ætla við tækifæri að skoða málningu, hvort ég finni fallegan lit að sofa í, það er einhver breytingahugur í mér. Langar til að gera eitthvað nýtt.... langar líka í nýjar baðinnréttingar á bæði baðherbergin... innréttingar með efri skápum..... hmmm, skyldi Ollasak hafa eitthvað með það að gera? Eða Zórdís?
Og Anton auðvitað greip orðin mín á lofti og er farinn að heimta nýjan lit á sitt herbergi, ásamt því að fá myndir stöpplaðar efst undir lofti...hmmmm, best að þegja það sem eftir er, þeir fengu nýjar gardínur í sín herbergi, ekki ég!!!

En kannski maður byrji á að koma sér aftur í penslagírinn, hef ekki málað síðan í Munaðarnesinu þar sem ég málaði 2 litlar, á einmitt eftir að setja aðra þeirra inn á netið.... sé til hvenær ég nenni því, ég er ekki farin að ljósmynda þá mynd ennþá.  Held ég hinkri með það þar til ég verð með allavega eina enn til að skutla þarna inn, svona til að spara mér tíma Ullandi

Javoll, mér er víst ekki til setunnar boðið ef ég á að framkvæma eitthvað það sem eftir lifir kvölds, knús fyrir alla, konur og kalla.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Já veistu þetta er sko smitandi og fyrst peyjinn greyp þetta þá er næsta víst að hann fær málað herbergið sitt áður en nokkuð annað verður gert,þaernembla alltaf svoleis.

Solla Guðjóns, 15.9.2006 kl. 00:32

2 Smámynd: www.zordis.com

Já urgandi breytingahugur er fínn. Konum langar oft svo mikid, vid erum zolinmódar og gott ad eiga plön! Ekki ana út í neitt med hradi ....... Og svo syngur Anton; "Ég skal mála allann heiminn elsku mamma, svo sólin skíni ....."

www.zordis.com, 16.9.2006 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband