24.10.2007 | 17:46
Túrílú
Það er ferlega næs að koma heim eftir vinnu á svona dögum eins og eru núna, rigningar og rok endalaust og hagl inn á milli. Framkvæmdagleðin dettur niður í næstum núll, og það eina sem mann langar að gera er að hlamma sér í sófann og gera ekki neitt....
Ég reyndar hef ekki látið það mikið eftir mér, enda margt eftir, ég þarf enn að brjóta mér leið út í gegn um kassana á morgnana þrátt fyrir að vera að mæta í Sorpu flesta daga með tóma kassa og umbúðir utan af draslinu.
Ég á von á systkinum mínum í föðurlegg í kvöld, við ætlum að skoða saman gamla fjársjóði í kössum sem voru týndir í yfir 20 ár og tilheyrðu á sínum tíma pabba okkar. Það verður gaman og ég fæ eftir kvöldið smá meira gólfpláss þegar þau taka sína kassa.....
Anton er að fara í skólabúðir að Reykjum aðra viku með bekknum sínum og verður í 5 daga og hlakkar hann mikið til. Í næstu viku er svo vetrarfrí hjá þeim í 3 daga, ég er ekki alveg að fatta það dæmi? Finnst svona að skólinn sé nýbyrjaður eftir sumarfrí og fríið varla áunnið?
Aroni finnst að við eigum bara að búa á Spáni þar sem veðrið er ALDREI svona vont þar eins og það var hér á mánudaginn, fannst eitthvað asnalegt dúllunni að sætta sig bara við svona veðurfar Ég skil hann sko!!
Farin að henda mér í sófann Knús!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sófaknús á zig yndid mitt. Ég man hvad mér leid vel í vedurofsanum, sitja inni, föndra, mála, syngja, kroppa í naflann á sér og gvöd má vita!
Hlusta á nidinn bora sér í kvidinn og jú nó!
Löts off Löve á ykkur ....
www.zordis.com, 24.10.2007 kl. 18:08
Hæ.Trúi að það sé mikil viðbrigði fyrir strákana að koma í þetta veðurlag sem hefur hagað sér skuggalega leiðinlega undanfarið.
Öllum finnst rosa gaman á Reykjum.
Spennadi með týndu kassana
Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 23:19
Já, ekki hefur það verið skemmtilegt veðrið með allri sinni rigningu og roki - vonandi kemur snjórinn fljótlega og þá er sko skemmtilegt að vera krakki á réttum aldri.
Á undan penslaknúsi kemur sófaknús
Lísa (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:30
Æi ég vorkenni nú krakkagreyinu að þurfa að upplifa veðurofsann á Íslandi. Vona að hann verið ekki að vera þarna ævilangt
Knús og klemm
Sigrún Friðriksdóttir, 26.10.2007 kl. 23:57
Ég fór eimmitt í skólabúðir að Reykjum þegar ég var í skóla og skemmti mér voða vel..
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.