Stutt og laggott...

...við erum komin með íbúðina!!!LoL -og allt dótið komið í hús!

Sofum samt hjá mömmu í nótt, enda bara 2 rúm komin í nothæft ástand og ég hef ekki hugmynd um í hvaða kassa rúmfötin eru Wink

Á morgun prufusofum við nýja heimilið, lífið er bara ljúft!

Knúsettísmús!!! Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Æðislegustu hamingjuóskir!

Laugardagur til lukku, en ekki hvað .......

Svo gaman að heyra að draumurinn sé komin heim og þið með honum!  Gangi ykkur vel í dag að koma ykkur í horf og muna fyrsta drauminn.....

Ég á langan laugardag fyrir höndum, ganga frá á gamla staðnum og skila af mér húsinu og íbúðinni.

Knús á þig elsku dúllan mín.  Til lukku og kveðja til strákanna frá okkur !!!

www.zordis.com, 13.10.2007 kl. 08:26

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Innilega til hamingju með nýja húsnæðið

Sigrún Friðriksdóttir, 13.10.2007 kl. 15:24

3 Smámynd: www.zordis.com

Hvernig gekk helgin??

Kassa og flutningsknús!

www.zordis.com, 14.10.2007 kl. 20:27

4 identicon

Við erum búin að sofa 2 nætur, man ekkert hvað (eða hvort) mig dreymdi fyrstu nóttina en í nótt dreymdi mig svakalega könguló, hún var á mér, stór á við hnefa og rúmlega það, þykkar lappir og kolsvört. Hún var á ljósdröppuðu? peysunni sem ég var í vinstra megin á brjóstkassanum. Jakk!!! Zórdís snillingur, ætlarðu að koma með þýðinguna?
Allavega, ég er lurkum lamin, búin að vera að frá morgni til kvölds alla helgina, búin að opna megnið af kössunum en það er allt í drasli ennþá
Tengdi þvottavélina í gær sem er saga til næsta bæjar, þurfti fyrst að skrúfa sundur þvottahúsið, sem ég gerði alveg sjálf, hehehe
Íbúðin er bara draumur, opin og björt, held við eigum eftir að hafa það gazalega næs þarna
Knús smús!

Elín (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 09:51

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju.

Ummmmm mig dreymdi líka stóra konguló aðfaranótt laugardagins.Sú hafði komið fyrir unga sem ég horfði á dafna en kom honum svo fyrir kattarnef og þá varð stóra loðna og óhugguleg köngulóin trill og ég vaknaði........Bara svona ef þórdís fer að ráða í köngulærnar.

Bestu kveðjur til þín í HÁNTÁN

Solla Guðjóns, 16.10.2007 kl. 02:08

6 identicon

Takk stelpur!
Nú bíð ég eftir að fá netið tengt í hús, maður er eiginlega handa og fótalaus án þess
Smelli svo kannski inn myndum með tíð og tíma
Klem

Elín (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband