23.9.2007 | 16:51
Sætur sunnudagur
Fínasta helgi brátt á enda, ég er að slá botninn í hana með því að "vinna" smá
Ég var að eignast litla frænku rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld, ég ætla að laumast til að kíkja á hana á heimleiðinni, er viss um að hún skarar frammúr í fegurð, enda á hún fallega foreldra
Fór í brúðkaupsveislu í gær, rosa falleg veisla og brúðurin geislaði. Góður matur og frábær félagsskapur.
Annars er ég búin að dreyma nokkrar myndir, sú síðasta birtist mér í nótt, mér er ekki til setunnar boðið, verð að fara að komast í trönuna mína á ný.... Myndirnar sem ég er að fá í draumi eru bæði í "mínum" anda og í "öðrum" anda (þó ekki vínanda ), verður gaman að spreyta sig á þeim þegar þar að kemur.
Margt í gangi, held barasta við séum að flytja á næstu dögum, og ég er að sjálfsögðu búin að velja plássið fyrir trönuna
En vinnan bíður, knús á línuna!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ert'að mein'etta? Mig langar að sjá mynd í vínanda Gott að þú ert að fá húsnæði og getur farið að gera "draumamyndir"
Til hamingju með frænku þína og viðburði helgarinnar.
Solla Guðjóns, 24.9.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.