9.9.2006 | 22:03
Lífið að detta í fastar skorður...
??? held ég allavega..... döpur eftir dansleik er allavega ekki á mínum herðum í dag.....
Ég held ég sé að ná tökum aftur á vinnunni minni..... maður dettur smávegis út eftir ferðalög, og skólinn hjá strákunum byrjar á mánudag. Sá yngsti fær reyndar að bíða til 19 með sína skólagöngu, 3ja ára börnin byrja neflilega í hollum, 4 byrja í bekknum á mánudag, 4 börn á fimmtudag, 4 börn þann 19, og svo koll af kolli á 3ja daga fresti þar til öll börnin 18 eru mætt. Ég er búin að versla stóran hluta skólabókanna, allavega fyrir stóru strákana, en á þó eftir sitt lítið af hverju sem ég ætla að bíða með þar til nákvæmur innkaupalisti verður afhentur.
Ég fór í sjoppingsentrið í dag og ég verð að segja að mér finnst frábær þessi fatatíska sem er skollin á núna, maður kannast vel við margt frá því í den, síðar peysur og leggings meðal annars!! Fyndið hvernig tískan rúllar hring eftir hring, en ég er þó fegin því að gatslitnar gallabuxur virðast vera á undanhaldi, finnst þær ekki smart þó svo maður hafi nú átt allavega eitt par hér í den.....
Fjarnámið mitt byrjar á mánudaginn skilst mér, nú skal Snorra-Edda lesin af gaumgæfni ásamt ýmsu sem fylgir íslenskunni, nú skal fylla höfuðið af fróðleik komandi vetur!!
Ég er búin að vinna smá í heimasíðunni minni, www.bjorkin.com síðan ég kom, ég tók nebbla nýjar myndir af gömlu myndunum mínum, það er að segja þeim sem ég fann á klakanum, vantar samt enn í safnið og hefði ég viljað leita uppi eina mynd sem ég málaði 98-99 til að smella þarna inn, spurning um að auglýsa eftir eigandanum?? Hehehe, kannski geri ég það fyrir næstu heimsókn mína...??
Jæja, ég kveð að sinni, ætla að kveikja á loftkælingunni, það er heitt á Spáni
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já leggings sem krummpast að neðan gegggggjjjjað.
Byrja krakkar svona snemma í skóla á Spáni??Ég bið að heilsa Snorra þegar þú kíkir á hann.........
Solla Guðjóns, 9.9.2006 kl. 22:39
Já spáðu, alveg eins og í den!! Ég mátaði einmitt kápu í dag, með sniði eins og var fyrir 40-50 árum, ekkert smá flott - en ég beið samt með að kaupa hana.....ætla að hugsa málið smá fyrst......hmmmm - ekki kominn káputími hér alveg strax sko.....
Já, krakkar byrja 3ja ára í skólanum, en það er ekki skylda fyrr en 6 ára samt, og ég skal skila kveðju til Snorra ;)
Elín Björk, 9.9.2006 kl. 22:53
Ferlega flottar þessar kápur en ofurskrokkur eins og ég fer ekki í svoleiðis fyrr en megrunin sem ég er alltaf að byrja í skilar einhverjum árangri.Ekkert gaman að vera eins og skúta í hávaðaroki.
Solla Guðjóns, 10.9.2006 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.