Komin heim

Lentum í Alicante í gærkvöldi og vorum komin heim upp úr miðnætti. Ferðin gekk vel þó Ágústi finndist ferðatíminn ansi langur. Allir glaðir að koma loksins aftur heim til sín, og heyrðist í einhverjum guttanum "oohh hvað við eigum fallegt heimili" !!! Mér fannst það fyndið - þó ég viti ekki hver þeirra átti þessi orð þá fannst mér það rosa sætt að heyra frá barni. Brosandi

Ég er búin að tryggja mér pössun út vikuna svo það er vinna á morgun hjá mér, og svo byrjar skólinn í næstu viku. Veðrið er ljúft að vanda - eins og alltaf, sólin skín og fínn hiti.

Ég er ekki enn farin að versla í matinn svo við nærumst á.... tjaahh, það er nú spurningin.... en nokkuð ljóst að það verður að versla áður en dagurinn er á enda. Smá stússerí í dag, þó ég nenni ekki neinu, er satt að segja ferðalúin, tók meira að segja upp úr töskum í nótt áður en ég fór að sofa svo ég kæmi ekki að öllu í rúst þegar ég vaknaði. 

Ég er glöð en samt döpur, hamingjusöm en samt sorgmædd. Eitt kallar á andstæðu sína.
Ég hlakka til að hengja upp nýju gardínurnar mínar, ég hlakka til að dýfa pensli í málningu. Mér finnst gott að vera komin heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtið svona fyrst eftir að maður kemur úr vel heppnuðu fríi ,þá líður manni oft eins og þú lýsir.Glaður en samt dapur, hamingjusamur en samt sorgmæddur.Ætli það sé ekki bara eins og með gamla góða máltækið : "Oft verður maður dapur eftir dansleik." Þetta jafnar sig nú samt strax og amstur hverdagsins byrjar á ný.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 15:16

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er eins og ,,guttinn þinn"finnst allt svo fallegt og fímmt þegar ég kem heim úr ferðalögum.

Jú Rockstar var í gærkvöldi og í kvöld ehh áðan (sjá Hæ hó..)

Skondin setning,,oft verður maður dapur eftir dansleik.

Þú ert mátulega komin heim,hér er ausandi rigning og rok.

Solla Guðjóns, 7.9.2006 kl. 03:13

3 Smámynd: www.zordis.com

Ausandi dásemdar rigning og rok! Já, hann Sigurður kom með fína setningu, dapur eftir dansleik! Stundum verður maður dapur eftir að á viktina er stigið nema að hafnarvikt sé!

thi hi .....

www.zordis.com, 8.9.2006 kl. 18:51

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Þórdísin hefur nú allta þót frekar stórtæk hahahah

Solla Guðjóns, 9.9.2006 kl. 01:59

5 Smámynd: Elín Björk

He he he, en dapur eftir dansleik, ekki nema hljómsveitin sökki......

Elín Björk, 9.9.2006 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband