27.8.2007 | 20:26
Hann á afmæli í dag....
Litli stóri strákurinn minn er orðinn 12 ára gamall! Tíminn flýgur óneitanlega, mér finnst ekki svo langt síðan við bjuggum í Svíþjóð þar sem hann lærði að ganga og tileinkaði sér fáein sænsk orð
Til hamingju með daginn elskan mín!
Annars eru hann og Ágúst byrjaðir í Lækjarskóla og strax farnir að kynnast nýjum vinum
Aroni gengur líka flott í leikskólanum, og er farinn að vera allan daginn svo mamman geti sinnt sínum störfum
Ég verslaði mér nokkra olíuliti um helgina, blanco, azul, naranja og rojo, 2 pensla, terpentínu og 2 litla striga.... sem sagt, ég get byrjað á litlu englunum mínum á ný.... kannski á morgun.... í kvöld kallar vinnan.....
Það er ekkert að gerast í íbúðarmálunum enn sem komið er, en góðir hlutir gerast hægt er sagt, ég vel að trúa því bara...
Knús og Klem
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:27 | Facebook
Athugasemdir
Anton .... Til hamingju með afmælið í dag! 27 Ágúst og 12 ára
Íris Hadda og Enrique segja Feliz cumple y que cumplas muchos más!
Vona að þið hafið það gott öllsömul og að litlu strigarnir leysi um stíflur listakonunnar!
www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 21:05
Til hamingju með þenna falllega gaur..stelpurnar fara nú að hrannast í kringum hann...trúðu mér..þú færð margar tengdadætur í vetur

Solla Guðjóns, 27.8.2007 kl. 22:26
Blessud og til hamingju med stóra strákinn, ég man svo vel eftir thegar hann faeddist og fannst ég eiga alveg rosalega langan tíma eftir!!
Gangi thér vel í íbúdarleitinni :)
//eb
ellen (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 07:40
Lifandi gleði og ljossins von sendi ég til þín yfir blákallt hafið! Sólskínsbros og hitaarmæða ....
www.zordis.com, 31.8.2007 kl. 23:40
Zóti mín hvar ertu? Ertu búin að fá húsnæði eða ertu að skapa englahjörð.
Koss á þig.
Solla Guðjóns, 5.9.2007 kl. 02:55
www.zordis.com, 6.9.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.