20.8.2007 | 22:46
Ó-hó
Neibb, ekkert að gerast í blessuðum íbúðarmálunum, svolítið spes, en það virðist vera meiri eftirspurn en framboð á leigumarkaðnum.... Eeen, ekki dottin af baki enn, það getur allt gerst
Hláturskvöld í kvöld, fíflalæti og nokkur "köst" á þessum bæ sem viðhalda "stæltum" magavöðvunum, sér í lagi hjá mér og mö Strákarnir tóku þátt og Aron var bara nokkuð "chulo" as júsjúal
Ég var að skoða hvað kostar að kaupa .is lén, vá, þvílík álagning á nöfnum! Að kaupa .com kostar um 12-15 evrur eða um 1.100-1.400 krónur, á meðan .is kostar tífalt! Og það er bara nafnið.... En það kostar ekki að skoða.....
Er byrjuð að rissa aftur englamyndir, nú er mér ekki til setunnar boðið, get ekki beðið lengur eftir að fá eigið húsnæði til að byrja að mála, svo ég er búin að taka ákvörðun... ég ætla að splæsa á mig málningu og penslum á meðan dótið mitt er í gámnum og byrja með litlar myndir....
Aron er annars flottur í leikskólanum, gengur súperdúper vel og leyfir mér að yfirgefa svæðið alla morgna eftir smá stund og svo byrja strákarnir á hinn í skólanum. Ég er búin að grafa upp innkaupalista á netinu svo hægt verði að leggjast í blýanta- og stílabókainnkaup eftir skólasetninguna.
Kannski ég teikni smá....
Knús og klem
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hlátur er góð lækning! Gangi þér vel að englast .... knús til ykkar og skellihlátur með
www.zordis.com, 21.8.2007 kl. 00:14
Gott að þú skemmtir þér vel og getir hlegið svona mikið, húsnæðislaus eða ekki algjört aukaatriði !!!
Klem og knús
Sigrún Friðriksdóttir, 21.8.2007 kl. 18:01
Knús á þig og þína.
Gott að skapa engla á meðan beðið er erftir rétta hosilóinu.
Solla Guðjóns, 22.8.2007 kl. 20:12
Jæja ..........
www.zordis.com, 27.8.2007 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.