Ísland í dag

Nú er ég búin að vera á klakanum í rúma viku og get ég engan vegin sagt að ég hafi áorkað miklu..... hehehe, maður er svo hryllilega framtakssamur eða þannig.....

Ég skrapp í Mjóddina í gær, kíkti í bókabúðina og varð vitni að ótrúlegum atburði, en þar var staddur haugdrukkinn karl á ca fertugsaldrinum rífandi kjaft eftir að hafa verið nappaður af afgreiðslukonunni við að stela. Ég missti andlitið hreinlega, það sem "fullorðið" fólk getur látið út úr sér, meiðandi ljótleikinn sem kom upp úr karlaumingjanum, ojbara!!

Við familían skruppum í bústað um helgina, strákarnir svömluðu í heita pottinum stærri hluta tímans, á milli þess sem þeir spiluðu "mini de gol" eins og Aron kallaði minigolfið, bara flottur orðaforði hjá snáðanum. Ég málaði 2 litlar myndir, en það er enn sem komið er allt og sumt sem ég hef málað hér. Nú er heimsóknartíminn að bresta á, en ég mun að öllum líkindum verða út og suður í heimsóknum það sem eftir lifir tímans hér, en hingað til hef ég bara heimsótt bróður minn, og að sjálfsögðu mömmu og tengdó. Ömmur og afar ásamt fleiri systkinum á morgun, vinir drengjanna í dag og auðvitað allir hinir..... Ég plana líka eina djammferð um helgina, verð að fá að rifja upp brot af "korter í þrjú" stemmingunni sem hvergi er eins sterk eins og á gamla góða klakanum - en ég held þó ég láti mér duga að vera úti til miðnættis...... hehehhe.....

Ég verð að viðurkenna að heimþráin er sterk í mér, var komin með heimþrá á þriðja degi, og vex hún með hverjum deginum, mig hlakkar svo til að komast aftur heim til mín, tala nú ekki um þar sem appelsínugulu gardínurnar eru komnar í hús, þökk sé Zórdísinni minni.

En núna ætla ég að skrá mig í fjarnám og kaupa mér bækur, ætla að taka eitt fag að sinni, íslensku, það er svo gaman að læra!!

Knús smús til ykkar allra**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Já fúkyrði þess fulla eru refsing hans í dag! Spáðu nú í því að vera að stela í bókabúð á þessum fína aldri. Er ekki alveg að sjá mig í anda í hans sporum!

En, Spánn er hlýr og ferskur í dag!

www.zordis.com, 29.8.2006 kl. 14:31

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ísland í dag hefur því miður líka ljótar hliðar.

Fyndinn litli gaurinn sem spilar,,mini de gol"

Gangi þér vel á þeytingnum.

Solla Guðjóns, 29.8.2006 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband