11.8.2007 | 19:36
Hinsegin afmæli
Fallegur dagur í Reykjavíkinni í dag, sól og læti! Ég er orðin einu árinu eldri, vonandi vitrari líka, og örugglega fallegri!
Borðaði á Grænum Kosti í tilefni dagsins í ljúfum félagsskap og kíkti á Pál Óskar dilla sér og hefja upp raustina á Laugaveginum. Ekkert smá flottur strákurinn í rauðum glansgalla!
Gámurinn er löngu kominn til landsins, en er enn í vörslu tollara og Samskipa, sem betur fer
Gerði tilraun að auglýsa eftir húsnæði þessa helgina en auglýsingadeildin átti í tækniörðugleikum og birtu aldrei auglýsinguna mína, kannski er það sign um að vera lengur hjá mö? Thihihi, nei, það fer allt eins og það á að fara þó mig sé farið að langa til að innrétta heimilið mitt fljótlega.
Í skorti á penslum og málningu keypti ég mér blýanta og blokk, ég get þá allavega skissað einhverjar hugmyndir að málverkum til penslunar síðar
Aron byrjar í leikskólanum á mánudaginn og strákarnir í skólanum 22 ágúst.
Salsanámskeiðið byrjaði í vikunni sem leið og er ég nú í strangri þjálfun á mjaðmarliðunum BARA KÚL!!!
Zordis, no olvido a mis amigos en España, TE QUIERO MI AMIGA MAGNIFICA!
Knús mús
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju krúslan mín...mér líkar LJÓN..Jamm Grænn kostur og Páll Óskar er góður kostur á afmælisdögum
Solla Guðjóns, 12.8.2007 kl. 00:47
Til lukku í krukku .... Ég verð ba ba ba ra svöng að hugsa til þess að þú hafir verið að borða á grænum kosti! Heilmikið um að vera á Íslandi í gær og allt fyrir þig.
Gracias por seguir como eres .... Nú er Óli Indjáni sannspárri en margur. Ég sit hér og leik mér með liti, get ekki sofið .... þú veist hvernig það er!
www.zordis.com, 12.8.2007 kl. 05:22
Til hamingju með daginn skvísa, ekki amalegt að fara flott að borða og á hinseginn daga
Klem og knús
Sigrún Friðriksdóttir, 13.8.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.