Komin á klakann

Lenti undir morgun í fyrrinótt í Keflavíkinni, sá ekki neitt....mig sem minnti að það væru bjartar nætur allt sumarið.....ha?
Svaf svo ekki marga tíma, nýr staður, nýtt rúm, og var farin á fætur fyrir klukkan níu, úldin og næs!
Það var yndislegt að hitta alla gaurana aftur, og tóku þeir vel á móti mér, með knúsum og tilheyrandi! Afrekaði að kíkja í IKEA á fyrsta degi, keypti mér ljósmyndastand í fallegasta lit í heimi, appelsínugulum!! hehehe, held ég sé alveg að flippa með þann lit, búin að panta gardínur í þessum fallega lit líka, hlakka til að sjá þær þegar við snúum aftur.

Ég fór svo með gaurana í Smáralindina í dag, skoðaði hina margumtöluðu Grenes og fór þaðan út með 2 troðna poka. Bæðevei Zórdís, þar er hægt að kaupa svona tilbúna ramma!! í 20x20 og 40x40 - allavega, ég keypti mér einn til að prófa á eina englamyndina ;)

Í augnablikinu erum við stödd hjá mömmu, hún fór aftur í vinnu, strákarnir eru að glápa á kappakstursmynd og ég er að tékka á netinu, hehe, maður er nú svo húkt að það er varla hægt að sleppa úr degi......

Við vorum svo heppin að við fengum til afnota bílinn hennar Særúnar, sem stendur parkeraður hér fyrir framan gluggann, reyndar finnst mér frekar lint í öðru framdekkinu, kannski maður hringi í karlinn til að kíkja á dæmið! hehe, ekki nenni ég að skipta, ég er í sumarfríi!!

Svo er það bara heimsóknir og fleira næstu daga, kannski ég kíki á einhvern á eftir ef það er í lagi með dekkið, ef ekki, þá er ég búin að ná mér í striga og pensla, mér á allavega hæplega eftir að leiðast.

Knús til ykkar**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Engin ástæða til að láta sér leiðast! Vertu svöl og dugleg!

www.zordis.com, 21.8.2006 kl. 21:46

2 Smámynd: www.zordis.com

Ja og með tilbúnu rammana þá var ég með 4 eða 5 F sem er ekki stöðluð stærð og enginn selur nema kanski hollenskir rammaframleiðeindur! Hlakka til að sjá Íslandsárangurinn!

www.zordis.com, 21.8.2006 kl. 21:47

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæhæ..velkomin til Íslands!!!!!!!!

Solla Guðjóns, 22.8.2006 kl. 01:36

4 Smámynd: www.zordis.com

Engar afsakanir til!

Hvernig var í munadarnesinu? Hlakka til ad fá línu!

www.zordis.com, 27.8.2006 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband