Er á leið í flug á eftir....

...lendi á Íslandi um miðja nótt.....
Er búin að vera gjörsamlega á hvolfi við að pakka, allt það sem ég ætla að taka með mér...hehehe, en ég væri svo sem vís með að gleyma sjálfri mér.....
19 myndir á leið með mér í flug ef guð leyfir, og svo hefur flugfélagið víst eitthvað um það að segja líka.
Fékk loksins restina af pökkunarefninu sem mig vantaði, en mín auðvitað svo seinheppin að gleyma að kaupa meira teip, sem betur fer fann ég rúllu inni í geymslu, og bara örlítill bútur eftir núna af rúllunni.
Ég tek með mér 6 myndir frá 2005; Húsin á Spáni, Komdu með, Eignir annarra, Fjölmenni, Að vakna og Gróska, og svo er rest frá í ár; Berfætt á göngu, Leiðin til ljóssins, "Kastljós I og II", Englahjörð, Engi hamingjunnar, Tilbeiðsla, Vatnsberi og Appelsínur, að 4 englamyndum ótöldum. Og geri aðrir betur!! Sumar myndanna voru valdar með tilliti til stærðar og voru 5 myndir sem ég ætlaði að taka með mér til viðbótar en fá að bíða heima í þetta skiptið. En ég losa hellings pláss í bili, eða þar til ég fylli allt enn á ný Glottandi.

En mér er ekki til setunnar boðið, taxi kemur eftir rétt rúma 2 tíma, ég ætla að hlaupa í sturtu og svo yfir til Þórdísar með Bíbí, lykla og eitthvað fleira.....

Knús smús, sí jú leiter gæs!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Bíbí lætur sér líða vel. Hann var í spænsku háværu partý og bara nokkuð brattur núna. Sá missed call frá þér frá í gærkv en það var mikiði húrrumhæ á þessu hjemme og gítarinn tekinn fram, sungið og skrattast. Allir glaðir og að sjálfsögðu smá Cava í farteskinu!!! Góða skemmtun á því ilhýra ískalda!

www.zordis.com, 20.8.2006 kl. 10:22

2 Smámynd: Elín Björk

Já, vissi sko alveg að Bíbí væri við hestaheilsu hjá þér!

Annars er ég fyrst í dag að fara út úr húsi, búin að fara í Grenes og spandera slatta af dínerum, keypti mér svo jakka í Zöru!! á meðan strákarnir fengu að leika sér í ævintýralandi á þriðju hæðinni í Smáralindinni. Er núna í vöfflum á hótel Mömmu í Hafnarfirðinum ;)

Allar myndir komust heilar með - held ég allavega, bara einn pakkinn með áverka en ég er búin að kíkja í hann og virðist allt vera heilt. Kíkka betur á það seinna, en ég var heldur betur gegnumlýst í Keflavíkinni, hehehe.....

Knús smús, blogga síðar, ætla að heilsa fólkinu mínu fyrst**

Elín Björk, 21.8.2006 kl. 14:56

3 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert náttlega að smigla eigin verkum til landsins. Kosturinn við málverkasöluna að það er enginn virðisaukaskattur thi hi hi ..... Svo ég segi bara gangi þér vel og seldu allt! Bestu kveðjur frá offisinu.

www.zordis.com, 21.8.2006 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband