24.7.2007 | 00:01
Vonn vík iNÆsland
Vikan sem ég er búin að dveljast hér hefur verið viðburðarrík og skemmtileg
Meðal viðburða voru bílakaup, listflug, náttúruskoðun heimsóknir, ný vinna, ljós , bíóferð (já það er viðburður!!) og fleira!
Hér er svo bíllinn... bara draumur Hann passar vel við pilsið sem ég keypti í Gautaborg
Fyrsti vinnudagurinn var í dag og lofaði hann góðu um framhaldið. Gott að fá smá rætur hér á klakanum aftur, nú er bara að finna íbúðarhúsnæðið svo ég geti byrjað að mála aftur. Annars er hótel mamma alltaf dásamlegur staður, mætti kannski byggja við aðstöðu til að penslast?
Í kvöld komu síðustu kassarnir sem ég sendi mér í pósti, það verður verðugt verkefni að ráðast á þá og sortera og ganga frá því sem þar leynist. Gámurinn er ekki væntanlegur alveg strax, en mér skilst hann leggi af stað frá Rotterdam í vikunni, ég hef verið að gera tilraunir með að stöðva tímann svo hann komi ekki hingað of fljótt.... er eiginlega ekki í stuði fyrir marga kassa aaaalveg strax
Aron byrjar svo í aðlögun á leikskóla eftir helgi, það er allt í gangi
Ég verð samt að viðurkenna að eilítil heimþrá hefur gert vart við sig... til Spánar og þeirra sem þar eru.....
Knús og klem!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hæ skvís og velkominn.Eðlilegt að hafa smá heimþrá sérstsklega til hennar Zórdísar.....Flottur Volvoinn sem fittar svona vel við pilsin....
Heyri einhvern tíman í þér í alvörunni
Solla Guðjóns, 24.7.2007 kl. 00:50
Elsku litla krúsan mín! Njóttu þín á þessari fögru rennireið, svífðu um loftin og umfram allt vera sátt og sæl!
Spennandi líf framundan um verður ekki villst .... Bíbí biður að heilsa, hann var í kvöld að kyssa kærustuna sína fær gott í gogginn og nægt af fersku vatni!
www.zordis.com, 24.7.2007 kl. 21:00
Sá að þú ert tengd og langaði að senda þér einn faðm yfir hafið .....
Zordis (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.