18.7.2007 | 22:41
Brjálað stuð ;)
Gautaborg var ÆÐI! Ég skemmti mér konunglega, og nokkuð ljóst að ég mun ekki láta aftur líða svona langan tíma á milli heimsókna. Ég gisti hjá Ulriku og fjölskyldu, æðislegt að hitta aftur vini frá fornöld
Og að sjálfsögðu heimsótti ég líka Ellen og fjölskyldu, þar sem boðið var upp á dýrindis kvöldverð. Hér má sjá húsmóðurina sækja krydd í matinn Ekkert smá kúl!!
Auðvitað kíkti ég á gamla heimilið mitt þar sem ég bjó til fjölda ára, rosa gaman að berja ferlíkið augum
Í alla staði frábær ferð, en þó var best föstudagskvöldið er við fórum 3 saman stelpurnar út á lífið... ég læt þó vera að myndbirta það kvöld af tillitsemi við viðkvæma
Ég lenti svo á klakanum á sunnudaginn var, fullt í gangi, en það verður efni í nýja bloggfærslu... á morgun kannski
Knúsur og smúsur
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega velkominn elsklingurinn minn
Solla Guðjóns, 19.7.2007 kl. 00:23
Velkomin á klakann og gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur.
Kominheimkremja
Lísa (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 00:28
Gott að lenda og finna sig á ný! Gangi þér vel gullið mitt! Vertu dugleg að leyfa okkur að heyra meira ...... bestu kveðjur til strákanna frá Enriuqe jr.
www.zordis.com, 19.7.2007 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.