Tíminn hálfnaður!

Fiðraður tíminn er vel fleygur, ekki hægt að segja annað.
Minn dagur fór í morgunvinnu, miðdegissvefn og svo smá bílrúnt í spænska "Húsasmiðju", ekki hægt að segja að mikil hafi verið afköstin Hissa

Eins og fleiri vita átti ég afmæli í gær og var í tilefninu boðið í dýrindis veislu hjá Zórdísinni minni í gærkvöldi. Og þar sem það er alltaf gaman hjá henni þá sat ég lengi lengi...og þar af leiðandi var ég þreytt í dag, svo þreytt að ég náði að sofa í eina 3 tíma í dag eftir vinnu.....nokkuð sem er EKKI hægt þegar börnin eru heima Glottandi

Ég heyrði aðeins í gaurunum mínum í kvöld, það er erfitt að ná í drengina, þeir eru alltaf á flandri út og suður í Reykjavíkinni, í heimsóknum hingað og þangað og þurfti ég virkilega að hafa fyrir því að finna símanúmer þar sem þeir voru staddir. En það hafðist að lokum - eftir að ég var búin að hringja í allmargan Íslendinginn! Það var yndælt að heyra í þeim hljóðið þó þeir hafi nú varla mátt vera að því að spjalla svona uppteknir við leik, Aron má oftast ekkert vera að svona símabulli og þeir kepptust við að koma símanum yfir á hvern annan!!

Ég keypti "bóluplast" í kvöld, ætla að reyna að pakka inn einhverjum myndum og taka með mér á klakann næstu helgi, ekki veitir af að losa smá pláss hérna megin !! Hlæjandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Yndileg þessi börn.........

langar í eina um vafða póluplasti..ætla að skoða albúmin þín n´nar í dag.

Solla Guðjóns, 13.8.2006 kl. 11:05

2 Smámynd: Solla Guðjóns

sorrý ef ég er frek,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Solla Guðjóns, 13.8.2006 kl. 11:06

3 Smámynd: Elín Björk

Hehe, nei þú ert ekki frek!!

Held ég geti byrjað að pakka á morgun, vantar bara "horn" til að setja á myndirnar, og svo pappa utan um herlegheitin, en held að pappinn verði auðveldasti parturinn að finna ;) (Úti í rusli, hehehe)

Elín Björk, 13.8.2006 kl. 19:55

4 Smámynd: www.zordis.com

jæja dúlla, þá er þín súper dúper stund að renna upp. SumarfFRÍ! Dásamlegast tími allra tíma!

Ennnnnn ekki fara í frí fyrr en dagurinn er upprunninn ... já, ekki bretist stelpan! Var mep hjúts býflugu á löppinni áðan að vökva blómin mín og gaf henni bara selbita! :)

Nóttin er komin og spurning um að fara og búa bara til eitt lítið ..................LOL hehehehehehhehehhehe

knús!

Já, ég elska allan heiminn!

www.zordis.com, 13.8.2006 kl. 21:03

5 Smámynd: Elín Björk

Nei ekki fer ég í frí fyrr en ég fer í frí!!

Ég þarf að taka til hér heima líka áður en þú færð að koma að vökva blómin mín, hehehehe....

Afhverju ekki bara búa til tvillinga, hehehehehe!!

Knús smús til þín mín kæra!

Elín Björk, 13.8.2006 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband