6.8.2006 | 22:49
Dagur 1
Jæja, þá er fyrsti barnlausi dagurinn senn á enda - og ekki hægt að segja að mér hafi leiðst, þrátt fyrir að vera alein stærri hluta dags, þvert á móti, mér líður svo vel með sjálfri mér hehehe..
Mér varð reyndar ekkert svaka mikið úr verki, kláraði ekki einu sinni að þrífa eins og ég var búin að ætla mér, hætti er verkið var hálfnað og greip í penslana mína.....og spaðana....held ég sé að verða búin með konuna grænu sem er 100 x 100 cm, ætla að sjá útkomuna betur í dagsbirtunni.
Mig grunar að ég eigi eftir að mála mikið þessa daga sem framundan eru, ekkert smá næs að geta málað án truflana hvenær sem er sólarhringsins!!
Ég heyrði í öllum strákunum mínum...tvisvar í dag, þeir höfðu keypt sér úlpur áður en þeir lögðu í langferðina, en tjáðu mér það að það væri ekkert svoooo kallt á Íslandi, þeir hefðu bara þurft að nota úlpu í morgun, en ekki seinnipartinn, þá hefði verið mikið hlýrra..... -En samkvæmt áreiðanlegum heimildum var útiveran ekki löng, og meirihluta dagsins varið innivið.
Vinnudagur framundan, best að koma sér í háttinn, svo maður verði nú ferskur á morgun!
Knús smús
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Athugasemdir
Njóttu þess að vera ein með sjálfri þér.........flott mynd
Solla Guðjóns, 7.8.2006 kl. 11:39
Minnir óneitanlega á dönsku hafmeyjuna ......
Mjög flott og gaman ad fylgjast med málningarferlinu, skref fyrir skref!
www.zordis.com, 7.8.2006 kl. 21:56
Hehehe, meinarðu að þessi sé stolin??!!
Velkomin heim mín kæra, hlakka til að sjá þig!
Elín Björk, 7.8.2006 kl. 22:50
Stolin, alls ekki! ég er bara undir svo dönskum áhrifum núna! Það er ekkert svo nýtt undir kameltánni að það líkist ekki einhverju sem fyrir er. Sjáðu mig og Marylin ... thi hi hi ..........
www.zordis.com, 7.8.2006 kl. 23:08
Thihihi, ég vissi alveg að þú varst ekki að ýja að því, þó ég sé nú sammála þessu með þig og Marilyn...hún er augljóslega stolin ;)
Elín Björk, 8.8.2006 kl. 19:03
Endurborin .....
Oooog hvaða litur er svo í pennslinum núna???
www.zordis.com, 9.8.2006 kl. 19:38
Þið eruð dullur
Solla Guðjóns, 9.8.2006 kl. 21:05
Já, það má kannski segja að Marilyn HAFI VERIÐ endurborin.... thíhíhí, ég sagði að HÚN væri stolin ;)
Knús smús görls - hvaða litur heldurðu?
Elín Björk, 9.8.2006 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.