5.8.2006 | 21:59
Skrítin tilfinning
Allir strákarnir mínir ættu núna að vera spenntir í beltin um borð í flugvélinni sem þeir fá far með til Íslands og ég sit hér alein í kotinu og verð það næstu 2 vikur, eða þar til ég sjálf fer yfir hafið líka.
Mér finnst þetta frekar skrítið, þó fríið sé vel þegið, en ætli það verði ekki pínu tómlegt heima.....
Prógrammið mitt verður þó örugglega vel stíft, ég er búin að plana að gera svooooo mikið á meðan ég er barnlaus, allt sem ég hef látið sitja á hakanum...hmmmmm...sjáum til hvernig það gengur hjá mér, ætli það endi ekki svo með því að ég mála frá mér allt vit, hehe, svona á meðan maður hefur engum skyldum að gegna.....
Mitt fyrsta verk verður þó að þrífa....og svo þarf ég ekki að spá í það meir á næstunni!!!
Knús til ykkar!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Tómleg er skrítin tilfinning, tala nú ekki um eftir alla háværu gleðina sem hefur verið í kring um þig undanfarna mánuði. Njóttu tímans og lifðu lífinu!
www.zordis.com, 5.8.2006 kl. 22:20
Já, ég er sko að njóta ;)
Mér leið frekar furðulega í gær....ekki í dag ;)
Búin að þrífa að hluta, nennti þó ekki að klára og fór að mála í staðin, held að græna væna myndin mín sé að verða tilbúin..... þykk og þekjandi ;)
Elín Björk, 6.8.2006 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.