22.7.2006 | 13:44
Laugardagur til lukku
Góður dagur í dag, eins og allir aðrir dagar, þrátt fyrir hávaðasöm og rifrildagjörn börnin
Ég var að skipta út höfundarmyndinni eftir miklar áskoranir, thíhí, setti hana Lukku mína (sem er í vinnslu) inn í stað hans Blámanns eða þannig sko.....
Mig vantar smá aðstoð frá ykkur stelpur, ég er búin að vera að breyta myndasíðunni minni, www.bjorkin.com - ég setti inn nýjan flokk, englar, og er búin að - taka út fullt á forsíðunni minni.
Ég er ennþá bara búin að klára þetta á íslensku síðunni, en mér finnst hún svo tómleg eitthvað núna, eruð þið til í að segja mér hvort það hafi verið mistök að skipta síðunni svona? Samanburður á fyrir og eftir sést á hinum tungumálunum.... er reyndar búin að setja inn englana þar líka, en ekki búin að taka út af upphafssíðunni eins og á þeirri íslensku......
Hvað finnst ykkur?
Well, best að ferðbúast, það er afmæli á næsta bæ sem ég ætla ekki að missa af!
*Knús*
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Síðan er mjög hreynleg og fallleg...yndisleg lystaverk....fyrir minn smekk:hafðu hana svona.
Lukka er ótrúlega falleg en ég er samt sem áður ástfangin af Blámann.......GO GIRL...
Solla Guðjóns, 23.7.2006 kl. 19:49
Takk fyrir þetta stelpur, ég tek orð ykkar gild og er núna búin að klára sænsku síðuna líka, kannski ég klári hin tungumálin þessa helgi líka ;)
Elín Björk, 28.7.2006 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.