19.7.2006 | 21:02
Aggagagg
-sagði tófan á grjóti...aggagagg sagði Siggi á móti.....
Er ekki upp á marga fiska eða konur nema hvorugtveggja sé.... er fúl og leiðinleg, pirra mig á fólki sem veit ekki einu sinni að ég er pirruð - vegna aðstæðna sem undir eðlilegum kringumstæðum ættu ekki að skipta mig máli...... En ég ákvað samt að leyfa mér að vera pirruð, svo sökin er öll mín..... ég hef valið......
En hvað um það, þetta rennur út í bláinn eða einhvern annan lit innan skamms, eða þegar ákveðin mál eru komin á hreint, þá get ég lagt mitt pirrandi umhugsunarefni til hliðar og gleymt því um alla æfi eða svo.
Út í skemmtilegri sálma - þá er allt hérlendis fínt, veðrið er frábært, fólkið er fallegt og allt er gott.... stefni á strandarferð á morgun (ath ég segi "stefni" á) þar sem ég fékk strandarnestið heim í kvöld (vatn á brúsum, svalar með meiru)..... Það er sko FRÁBÆRT að búa á Spáni, ég fæ matinn sendann HEIM, þarf ekki að fara í búð frekar en ég vil!! Allt pantað á netinu, jógúrtið og kókómjólkin, kjötið og ávextirnir....hvað sem hugur girnist....SÚKKULAÐI OG KÓK í stórum stíl, þarf ekki einu sinni að bera inn alla lítrana af gosi sem ég panta heim, bara SNILLD!! Og það kostar hvorki meira né minna en sjö evrur og tuttugu og eitt cent, sem ég borga með glöðu geði og þakklæti í hjarta af tilhugsun um enn eina búðarferðina sem ég sparaði mér!
Jepp, sånt är livet, skreytt fallegum rósum sem jafnframt sumar hverjar bera þyrna, þó það megi sneiða fram hjá vel flestum þeirra með rétta hugarfarinu.
Best að skipta um gír..... setja í ÁFRAM í stað BAKK...hmmmm
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
OOO hefði verið gott að vita um heimsendingarþjónustuna í haust sem leið...margir margir lítrar af vatni,safa og gosi í 11.manns borið langa leið úr búðinn....og allur bjórin maður.....Já rósir....en góða strandferð...bæbæ.
Solla Guðjóns, 20.7.2006 kl. 03:58
Arg og pirr koma jafnan samstíga ..... Madur verður að nenna að blása á bæði til að halda geðinu í lagi. Dugleg því ekki sýnir þú neinum hryllingspirrið sem oft er erfitt að leyna.
Bið þig samt að króa ekki vinina tvo (arg og pirr) eftir hjá mér ............. á nóg með yfir pirr og puðr draugana!
www.zordis.com, 20.7.2006 kl. 18:25
Já, frábær heimsendingarþjónustan hér, liggur við að sé raðað inn í skápa fyrir mann...með bros á vör!
Ég get sko verið fúl og leiðinleg, þó ég geti sjaldnast verið fúl eða pirruð yfir sama hlutnum lengi, til þess er ég allt of gleymin......thíhíhí...var meira að segja búin að gleyma þessu þegar ég vaknaði í morgun....þetta var svona stundarpirr í gærkvöldi....farið....blásið í burt :) -Og viti menn, lausnin er að ég held komin...um leið og ég sleppti takinu á pirringnum.....
Elín Björk, 20.7.2006 kl. 21:30
Ég skondrast í bæjinn og versla mér til mikillar armæðu. Hefur ekkert með neitt að gera! Myndi ekki nemma með þrjá tilla og skil þig mætavel! Þú ferð að fá afslátt á heimaþjónustunni ;)
www.zordis.com, 22.7.2006 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.