31.5.2007 | 18:21
Lost in speis
...eða týnd og tröllum gefin
Mér líður dáldið þannig núna, veit "varla" hvað ég heiti lengur.... svo margt í gangi
Ég finn hvernig tíminn vinnur á móti mér, það er sama hvað ég reyni að tala hann til, hann flýgur samt áfram
Það eru rétt rúmar 3 vikur í að strákarnir fari í frí, og minna en 6 í að ég fari á flug! Og svooo margt eftir áður! Kassarnir eru byrjaðir að týnast inn á heimilið svo ég er að byrja að pakka niður, þetta verður slatta vinna sýnist mér Eeeeen, ekkert er ómögulegt, sér í lagi ef viljinn er fyrir hendi
Og ég ætla samt að hafa tímann fyrir strandarferð um helgina.... og skóleiðangur... og fataleiðangur... og og og... húsgagnaleiðangur!!
Ætla að smella einhverju vænu á fóninn og henda í allavega nokkra kassa
Sólskins- hita-knús
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gvuð hvað ég skil þig. Ég sjálf er á barmi taugaáfalls hvern einasta dag núna það er svo mikið ógert ...
En það reddast alltaf allt einhvernveginn ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 31.5.2007 kl. 19:06
Audvitad verdur zetta allt í lagi og zér gengur guddómlega í verkinu sem er stýrt af hinum sterka vilja! Svo ef zig vantar adstod zá stendur zú alldeilis ekki ein mín kaera! Have fun
www.zordis.com, 31.5.2007 kl. 20:21
Vá já nóg að gera.Kalla þig góða Alltaf mikil ringulreið að flytja.Gangi þér vel að undirbúa flugið og mundu að fara á ströndina.Góð ´tónlyst léttir verkin og þú hefur betur en tíminnknús á þig duglega
Solla Guðjóns, 2.6.2007 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.