8.7.2006 | 09:58
Hundapössun, afmælissöngur og heimkoma....
Í dag er dagurinn hennar mömmu, hún á afmæli enn á ný, í dag er dagur heimkomu Brasilíufaranna, veit þó ekki klukkan hvað né hvort ég sjái þau í dag.......
Ég lenti í því óskemmtilega verkefni í fyrrinótt að vera hundagæslukona, en hjá mér var bankað kl hálftólf að kvöldinu og mér afhentur lítill hundur....sem fékk að sofa á handklæði á svefnherbergisgólfinu hjá mér. Hundurinn sjálfur er hvolpur og algjört krútt, en ég er greinilega ekki hundamanneskja....ég vaknaði upp með hundafýlu í nebbanum, jakk...... Hann hafði víst stungið af fyrr um kvöldið og eigandinn leitað hans lengi vel, en börnin í bænum höfðu fundið hann og komu honum til mín, þar sem þau vissu að ég þekkti til hans. Eigandinn fékk hann svo afhentan snemma morguns, mér til mikillar ánægju
Ég var búin að plana strandarferð í dag, en ég held það fái að bíða aðeins lengur, finnst húðin mín enn heldur viðkvæm eftir síðustu ferð.....ég set ferðina á skemað í næstu viku.....
Í staðin ætla ég að fara í strigabúðina og kaupa mér einn eða fleiri stóra striga, á bara litla sæta eins og er.
Ég ætla núna að hringja og syngja fyrir hana mömmu, ég held hún hljóti að vera vöknuð.....
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Syngdu fyrir mömmu þína..er með sama þankagang og þú varðandi hundagryin
Solla Guðjóns, 8.7.2006 kl. 13:34
Erum búin að syngja afmælissönginn öll saman á spænsku...í símann fyrir mömmu/ömmu....
Erum loksins á leiðinni út úr húsi þegar klukkan er að nálgast 4, það er svo gott að vera rólegur á því ;)
Elín Björk, 8.7.2006 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.