6.7.2006 | 22:16
Hamskiptin brátt yfirstaðin
Hefði betur haft skynsemina mína í farteskinu í stað vilja drengjanna síðasta sunnudag, en liðið er liðið og brátt verður sólbruninn síðustu helgi einungis í minningunni einni saman og ekki sem húðflögur á mínu baki
Reyndar er ástandið orðið það gott að ég held við getum sett næstu strandarferð á skemað okkar næsta laugardag, með því skilyrði að ferðin verði ívið styttri en sú seinasta.
Ég átti von á heimsókn frá Íslandinu í kvöld, en henni var aflýst vegna vinnu, ótrúlegt en satt!
En well, er þreytt og lúin, ætla að fara að sofa í hausinn á mér!!!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Athugasemdir
Nei, það er frekar óþægilegt...og er ég búin að fresta ferðinni...hélt ég yrði komin í lag...en þarf að bíða smá í viðbót. Ég sem hét mér því í fyrra þegar ég brann...einmitt í fyrstu strandarferðinni, að þetta myndi aldrei gerast aftur..... svo núna var ég skoho með mikla sólarvörn..númer 30 meira að segja..... en það er tíminn sem skiptir öllu máli.....
Elín Björk, 8.7.2006 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.