Dagur liðinn að kvöldi

Aðaltöffarinn í bænum

Og við komin heim fyrir dágóðum tíma síðan, búin að ná í teikavei á kínastaðnum og borða í kvöld líka. Ég setti inn fullt af myndum frá strandarferðinni í dag, strákarnir gerðu risavaxinn sandkastala og sá stutti er orðinn mun svalari við að fara í sjóinn heldur en í fyrra. Rosa fínt, þó ég verði að viðurkenna að við vorum eilítið of lengi, húðin mín þolir ekkert of langan tíma í einu....ég hef aldrei verið hvítari en síðan ég flutti til Spánar. Stóru strákarnir eru mun vanari en ég og þola orðið þónokkurn tíma í sól, enda orðnir þeldökkir eins og Siríus Rjómasúkkulaði Gráðugur

Stefni á að ná mér í sólhlífina í vikunni, kannski maður fari að verða fyrirmyndarforeldri og fari með börnin á ströndina einn og einn seinnipart eftir vinnu...*hóst*

Aron er að heimta spjall fyrir svefninn, ætla að láta það eftir litlu strandarmúsinni Svalur

Brunaliðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Falllegir strákarnir þínir!!!og stórtækir byggingarmenn sýnist mér.Algjörir SÓLSTRANDARGÆJAR.

Solla Guðjóns, 3.7.2006 kl. 01:33

2 Smámynd: www.zordis.com

hvada strönd fórud zid svo á .... Zad ad vera fyrirmyndarforeldri , Stór spurning í hverju zad er fólgid ..... Quality time med ungu herrunum gefur sannarlega mikid og fyllir hjartastödvarnar!!!!!

www.zordis.com, 5.7.2006 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband