Fyrsta strandarferðin

Smææææl

Klukkan er 10 og ég er að fara að gera okkur klár fyrir mína fyrstu strandarferð á árinu. Strákarnir fóru þó með pabba sínum seinnipartinn í apríl, og er myndin hér síðan þá, en ég er ekki enn farin að fara, þrátt fyrir að það sé vel liðið á sumarið. Í fyrra fór ég líka frekar seint, en það var í júnílok.
Í gær fór ég í verslunarleiðangur í Carrefour til að kaupa svona strandardót, á innkaupalistanum var strandarstóll, sólhlíf og kælibox, svona til að hafa ferðina sem þægilegasta. Ég fékk stólinn, hjúkk, og kæliboxið, en ég þarf víst að skipta því þar sem það var gallað, og sólhlífarnar voru uppseldar Öskrandi

Þannig að það er önnur ferð í verslunarrisann í vikunni....hefði sko alveg verið til í að sleppa því!!

Allavega, við förum þá með nesti í poka eins og svo oft áður, og tökum því mun meira af sólarvörn með okkur..... kannski skelli ég inn myndum í kvöld... ef ég tek vélina með.....

Sjáumst brún og sælleg Svalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

OOO gaman gaman hjá ykkur...verða trúlega einhver sandlystaverk eftir daginn....

Solla Guðjóns, 2.7.2006 kl. 10:15

2 Smámynd: www.zordis.com

Fjör fyrir börnin ... Vid gerum víst aldrei nóg fyrir zessar elskur! LIfi Strandamenningin!

La Zenia .... Flott strönd!

www.zordis.com, 2.7.2006 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband