Skrítið...eða hvað?

Íris og Enrique

Það er kominn júlí á morgun takk fyrir, mér finnst það hálf óhuggulegt hvað tíminn flýgur frá manni. Amma sagði einmitt við mig um daginn að eitt það besta við það að eldast er hvað tíminn flýgur hraðar með hverjum deginum sem líður. Ég býð varla í að tíminn eigi eftir að líða hraðar en hann gerir nú þegar.

Í fyrra fór ég í fyrsta skiptið á árinu í sjóinn í lok júní. Ég er enn ekki farin að hafa tíma í það í ár!! En ég hef samt sett mér það markmið að fara með börnin núna um helgina niður á strönd...svona áður en veturinn verður kominn aftur. Talandi um vetur þá er ég líka að spá í að fara í smá fataleiðangur með strákana á morgun og finna á þá vetrarföt, ekki seinna vænna þar sem þeir eru að fara til Íslands eftir mánuð! Fötin sem þeir ganga í hér duga víst skammt í íslensku sumarrigningunni Svalur

Ég þarf líka að kíkja á fatnað fyrir mig að vera í á Íslandi, vantar svona casjúal sæmilega hlý föt, en ég hef nú líka smá tíma þegar guttarnir verða farnir, þá get ég ef ég vil farið á hverju kvöldi að versla :)

Annars er ég að spá í að skoða penslana mína aðeins, kannski ég kíki smá á þær myndir sem eru í vinnslu, eða töfri fram eina nýja úr hvítum striga........

Hér er ein gömul, veit ekki enn hvort hún sé tilbúin, er búin að vinna í henni stöku sinnum í æði langan tíma núna, eða svona rúmt ár eða svo, fyrir þá sem ekki vita það eru þetta yndislegu dúllurnar hennar Zórdísar ;) Lísa skvísa, hvað finnst þér? Er þetta nógu líkt eða á ég að vinna í henni í ár í viðbót?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þekkti Írisi Höddu áður en ég las að þetta væri hún..stákinn hef ég bara séð á mynd hjá Þórdísi um daginn..ef þú ert að ná honym eins vel og Íris Höddu þá er þetta virkilega gott hjá þér.mbk Solla

Solla Guðjóns, 30.6.2006 kl. 23:18

2 identicon

Gaman að þessu, þetta er skemmtilegt.
Sá um leið að þetta var Íris Hadda. Þetta er flott mynd hjá þér og ekki á margra færi að mála svona eftirmyndir af fólki.

Þú kemur stöðugt á óvart í myndlistinni.
Kveðja.Lisa

http://www.vogin.blogspot.com (IP-tala skráð) 30.6.2006 kl. 23:41

3 Smámynd: Elín Björk

Fyndið, ég er neflilega ánægðari með Enrique, finnst ég hafa náð honum betur en Írisi, miðað við ljósmyndina sem ég tók af þeim í afmælinu hennar Írisar í febrúar 2005....

En gaman að þið þekkið Írisi, ég þarf að spá og spekúlera hversu mikið ég geri í viðbót með þessa mynd...og líka HVENÆR!!!

Elín Björk, 1.7.2006 kl. 10:10

4 Smámynd: www.zordis.com

Er ekki nóg fyrir stafni! Svo zarf ad vinna ad sýningunni!!! Taka svona gaeluverkefni zegar kollunin svífur yfir!

www.zordis.com, 1.7.2006 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband