28.6.2006 | 05:50
Heitt á Spáni
Ég er alein á fótum á heimilinu síðan kl hálfsjö að staðartíma og er búin að hella mér upp á fyrsta kaffibollann. Það er heitt inni hjá mér, eða hátt í 30 gráður, þrátt fyrir að ég sé búin að láta loftkælinguna í gang í smá stund fyrr í morgun, svo ég striplast um hálfnakin á meðan enginn sér til mín Ég er búin að starta flestöllum raftækjum á heimilinu, þvottavél, þurrkara, uppþvottavél, loftkælingu, kaffikönnu, geislaspilaranum - ooog tölvunni..... rosa dugleg í að ýta á takkana
Ég fór í bankann minn í gær og pantaði mér gjafir fyrir punktana sem maður fær fyrir kortanotkun, djúpsteikingarpott, handryksugu og pottaáhöld úr plasti. Reyndar þá reikna ég passlega með því að blessuð handryksugan sé hálfgert drasl, hef aldrei heyrt um svoleiðis tæki sem virkar rosa vel. En ég verð samt að láta á það reyna, þarf að ryksuga bílinn minn, hann er nebbla fullur af sandi frá ströndinni...og ég nenni ekki að leita að bensínstöð sem er með ryksugu sem virkar!! Gjafirnar munu svo skila sér til mín á ca 2 vikum.......
Ég ætla að fara að þrífa penslana mína núna, svona áður en þeir skemmast, en ég hef ekki hreyft þá í fáeina daga og hætta á að það sé farið að þorna í þeim.....
Knús og eigið góðan dag!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hæhæ.2 vikur segjuru...haha.Ég var í TORREVIEJA í haust sem leið og var okkur alveg sérstaklega bent á að sína afgreidslufólki,umferðinn og svo frv.þolinmæði...von þú staldrir við mína óþolinmæði...úff ég eiginlega finn fyrir hitanum hjá ykkur...hér suddarigning.Sólarkveðjur.
Solla Guðjóns, 29.6.2006 kl. 00:17
Má ég setja linkinn þinn inn hjá mér þegar ég set hina inn?? hvenær sem það verður...
Solla Guðjóns, 29.6.2006 kl. 01:10
Alltaf gaman ad stripplast! Do more! Kanski sér haenuhanagreyid zig og gaggar um og yfir sig .... Thi hi hi
www.zordis.com, 29.6.2006 kl. 13:44
Thi hi hi, þætti faktískt gaman að sjá hænu gagga yfir sig..... púkinn í manni HA!
Solla þú mátt alveg linka mig...hvenær sem það verður...sama sagan hér, þarf að breyta sítrónu í röndótta mær MEÐAL ANNARS, og í leiðinni linka ég þig, thíhíhí, ég er nú svo svakalega framtaksöm eða þannig, gleymi alveg að klára það sem ég byrja á ;) En ég geri ekkert í kvöld, er gjörsamlega BÚIN!
Elín Björk, 29.6.2006 kl. 20:17
Hva á að taka penslafrí?
Já, þegar þú nefnir það, ótrúlega mörg rafmagntæki í notkun á einu heimili.
Sendi þér samt penslasmús ;)
http://vogin.blogspot.com/ (IP-tala skráð) 30.6.2006 kl. 13:15
Nei alls ekki frí, en stundum koma dagar þar sem enginn er frítíminn...eins og síðustu dagar....en nú er komin helgi enn á ný og aftur hægt að fara að penslast ;)
Takk fyrir smúsið, það kemur sér vel, smús til baka :)
Elín Björk, 30.6.2006 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.