6.4.2007 | 16:48
Páska-frí
Frí eru frábær, sérstaklega ef maður getur notað dagana á uppbyggilegan hátt
Ég byrjaði mitt á að mála eina mynd í gærkvöldi, frábært að leggjast í sköpunina enn á ný Það fer að verða tímabært að árið 2007 líti ljós á bjorkinni, en ég vil gjarnan hafa nokkrar myndir á þeirri síðu áður ég set hana í loftið.
Er svo búin að vera að eiga aðeins við bjorkina, smá snurfus og dúllerí í dag. Ég er annars lasin, með hor á milli heilasellanna, svo framkvæmdagleðin er ekki upp á marga fiska, en það líður hjá, það kemur nýr dagur eftir þennan. Hef hugsað mér að fara í bæinn á morgun, ætla að sækja mér karton og fleira, en það eru nokkrar myndir sem bíða flutnings yfir höfin. Kannski ég sæki líka súkkulaðiegg fyrir börnin þar sem páskar eru á "næsta" leiti!!
Stóru strákarnir ætla að vera sælgætisberar í sorgargöngunni hér í San Miguel í kvöld, og spennan eftir því Þeir eru búnir að lofa að koma heim með allavega eitt nammi fyrir Aron þar sem hann fer ekki með, mamman ætlar að vera inni í kvöld!!!
Knús og gleðilega Páska!!!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þarna þekki ég þig dúlla
Gleðilega páska
Solla Guðjóns, 6.4.2007 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.