Guadalest í dag 10 júní 2006

Guadalest

Við skruppum í smá leiðangur í dag, ég mamma og drengirnir, lögðum leið aðeins norður á bóginn. Byrjuðum á hraðbrautinni og tókum svo fjallabaksleiðina síðustu kílómetrana upp í Guadalest, þó fyrst með smá viðkomu í Alcoy. Það var rosa gaman að koma í þennan sérkennilega bæ, sem mér sýndist gera mest út á túrismann, en það voru ótal skemmtilegar búðir í litlu þröngu göngugötunum þarna uppi í - eða inni í fjallinu. Ég verslaði mér nýja leirkönnu, en Aron hafði brotið þá sem mamma keypti þarna og gaf mér fyrir 4 árum síðan, mig er búið að langa í nýja könnu síðan.......

Við skoðuðum safnið eða heimili þeirra sem þarna byggðu fyrir nokkur hundruð árum síðan, kíktum á grafreitinn efst uppi á klettinum og skoðuðum málverk eftir okkar samtímalistamenn sem héngu á öllum veggjum í safninu. Einnig lögðum við leið okkar í dýflissu bæjarins en við létum eiga sig að skoða pyntingartólin sem notuð voru á árum áður þar sem við vorum orðin nokkuð fótalúin þegar kom að því eftir allt búðarrápið.

Við rúlluðum í gegn um Benidorm á heimleiðinni án þess að stoppa þó, enda í mínum augum mjög svo óspennandi staður, ákváðum að bruna beint í brauðtertu og kleinur í staðin hjá afmælisdreng fimmtudagsins, glymjandi endir á góðum degi Svalur Allir saddir sælir glaðir...og sofnaðir á heimilinu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það er alveg nauðsynlegt að viðra sig og familíuna og sýna sig og sjá það sem augun þrá. Fagra náttúru, skemmtilegar búðir og fallegt fólk sem er í viðbragðs stöðu. Guadalest er skemmtilega fallegur staður og á sér merkilega sögu!

Nota tímann vel meðan mamma er hjá ykkur og skoða fleiri skemmtilega staði. Lengi lifi Mamma!

www.zordis.com, 12.6.2006 kl. 21:42

2 Smámynd: Elín Björk

Já, það er gaman að sjá eitthað annað en það sem er fyrir augum alla daga.....

Nú er mamma farin, en það er stutt í næstu endurfundi, rétt um 2 mánuðir!

Elín Björk, 17.6.2006 kl. 08:32

3 Smámynd: Elín Björk

Já, það er gaman að sjá eitthað annað en það sem er fyrir augum alla daga.....

Nú er mamma farin, en það er stutt í næstu endurfundi, rétt um 2 mánuðir!

Elín Björk, 17.6.2006 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband