1.4.2007 | 16:11
Yndisleg helgi
Fínasta helgi brátt á enda. Við strákarnir fórum saman ásamt Zórdísi og börnum út á lífið í gær, bowling, matur og með því
Aron flottur á því og spilaði með, enda ekki annað hægt þegar maður er alveg að verða 4ra ára.
Zórdís fór með vinninginn, offkors, enda mesti drifkrafturinn í snótinni
Rosa gaman þó börnin mín hafi ekki alveg verið með bestu hegðunina með í för, en þeir minnast þó dagsins með gleði - tilganginum náð!!
Ég hélt áfram í dansinum í vikunni, í það bættist rock'n roll við, og salsa og cha cha cha rifjað upp að auki. Ég verð að viðurkenna að rockið tók á og fann ég fyrir því í skrokknum allan föstudaginn
Við fórum svo markaðsferð í dag og sóttum okkur blóm og ávexti, og að auki náði ég mér í Can Can fjaðrir -það er aldrei að vita hvaða spor bætist við í danskennslunni
Varð auðvitað að taka mynd af Can Can djásninu, ekkert smá glæsileg þessi stúlka!!!
*Knús og kram*
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:15 | Facebook
Athugasemdir
Vá þú ert fegurðardís með fjaðrir can eða hvað það heytir.Afhverju reynir þú ekki fyrirsætubransan???Hvað ætli strákapúkar séu að reyna að vera dannaðir þegar þeir eru að skemmta sér,það er ekkert gaman
Solla Guðjóns, 1.4.2007 kl. 18:53
Rosalega flott elskan mín ..... Damn god gorgeus ! Það var gaman og gleðinnar tár hafa fallið sinn veg. ÓÞEKKT, Hvað er það ............
www.zordis.com, 1.4.2007 kl. 19:30
Fegurðadís á ferð hér á kafi í can can fjöðrum. Strákar ÞURFA að vera óþekkir stundum annars eru þeir ekki strákar heheh
Knús
Sigrún Friðriksdóttir, 2.4.2007 kl. 00:23
Gott að þú ert í réttu tímatali
Solla Guðjóns, 4.4.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.